Skírnir - 01.01.1884, Síða 89
SVISSLAND.
91
ans í trúarefnurn var gert i Romáborg (1870) að einu undir-
stöðu atriði kirkjunnar. A Svisslarrdi eru 3/s landsbúa próte-
stantar, en kaþólskum klerkum likar miðlungi vel, er sambands-
ráðið — þar sem meiri hlutinn er þýzkur eða prótestentatrúar
- lætur til sin taka um kirkjumálin. En að því hefir ekki
sjaidan komið svo á seinni árum, að sambandsráðið hefir iagt
forboð á móti sumum skipunum páfans, t. d. biskupanefnu, og
stundum fylgt máli hinna „gamalkaþólsku11,, sem hafa el$ki vilj-
að fallast á óskeikunarkenninguna frá 1870. Hinir „reformer-
uðu“, eða Calvinstrúarmenn eru flestir í Genefu — „Róma-
borg prótestanta“, sem sumir kalla þá borg — og í samnefndu
fylki búa 45,000 prótestanta, en hinir eru nokkrum þúsundum
fleiri. Píus páfi 9di gerði Genefu að biskupsdæmi sjer, en
þetta fylki lá fyr undir stiptið „Lausanne-Genf“, og í því fylk-
in Genefa, Vaadt, Freiburg og Neuchatel. Erindi páfans rak
með miklu kappi sá prestur, sem Mermillod heitir, og hlaut
síðar sjálfur biskupsnafnið. Hann var forsprakki og skörungur
„fjallsynninga11 (,,Ultramontana“) i Svisslandi. Prótestantar
vildu ekki þola kaþólskan biskup i „borg Calvíns11, og meðal
hinna kaþólsku voru flestir „gamaltrúaðir" og „fjallsynningum11
mótfallnir, og tóku sjer til yfirhirðis Herzog, biskup i Bern
(gamalkaþólkan). Fylkisráð Genefu lýsti yfir því, að páfinn
hefði rofið gamla skipan heimildarlaust og gert sambands-
stjórnina fornspurða, er hann skipti stiptinu, sem nú var nefnt,
i tvennt. það lagði bann fvrir alla biskupssýslan Mermillods,
og vísaði málinu til sambandsstjórnarinnar eða bandaráðsins,
er hann vildi ekki hlýða þeim boðum. Lyktirnar urðu, að
bandaráðið rak hann af landi. Mermillod lagði þó ekki árar
í bát, en settist að í litlum bæ frönskum, sem Ferney heitir,
og hjelt þar ákaft áfram undirróðri sinum og æsingum. þegar
Leó þrettándi kom til sögunnar, vildi hann stilla til friðar og
samkomulsgs, og tók i fyrra (?) aptur skipun Píusar 9da, en
nú kallaði fylkisráðið, að hann hefði líka gert sig sekan i
sama gjörræði og hinn fyrri páfi, er hann leitaði ekki samþykk-
is af þess hálfu, og vildi rjúfa þá skipun, sem á hefði komizt
1878. það hótaði að taka Mermillod fastan, ef hann kæmi