Skírnir - 01.01.1884, Side 90
92
SVISSLAND.
til Genefu. Málinu var enn skotið til sambandsráðsins, og
með því að nú þótti sem páfinn hefði slakað til, þá ætla
menn að það láti fylkin sjálf ráða úrslitunum. Menn halda
lika, að þau fylki sem fyr eru nefnd, muni fallast á endurskipun
páfans, en Genefa muni taka öllu íjarri. — Annars kemur
prótestöntum og kaþólskum mönnum vel saman á Svisslandi,
og hvorir styðja aðra, t. d. með gjöfum og framlögum til slcóla
og annara stofnana
Svisslendingar hafa átt í þrefi við Frakka síðan i haust út
af þvi, að hinir síðarnefndu ljetu unga menn frá norðurhjeröð-
um Savaju (Chablais og Faucigny) temja sjer þar vopnaburð
og bardagabrögð, sem á öðrum stöðum. Svisslendingar hafa
það til síns máls, að samningur við Sardiniukonung hafi gert
þessi hjeröð að griðlandi og friðlandi, en Frakkar segja, að
slíkt taki ekki til sín, og svo hafi líka verið ráð fyrir gert, að
þetta skyldi að eins koma þá til greina, er Svisslendingar
ættu i ófriði við granna sína. Utkljáð var þetta mál ekki
þegar árinu lauk.
I tveimur fylkjum — Lúzern og St. Gallen — hafa menn
tekið upp aptur lífiátsdóma, sem voru þar, sem víðar, úr lög-
um teknir.
Mannslát. 29. september andaðist 74, ára gamall, hinn
ágæti náttúrufræðingur Osvald Heer, prófessor í Ziirich. Hann
hefir rannsakað og ritað ágætisrit um plöntur og steingerfinga
þeirra (t. d. Surtarbrandsins á Islandi), sem fundizt hafa
í hinum neðri jarðlögum á nyrztu löndum vorrar álfu og
annara.