Skírnir - 01.01.1884, Qupperneq 91
CÝZKALAND.
93
Pýzkaland.
Efniságrip: Af heimsóknum höfðingja. — Miður vinveittar hugleið-
'ngar. — f>ingsaga. — Frá Elsass og Lothringen. — Sigurvarði þjóðverja
á Niederwald. — Lúthershátíð. — Fólksfækkun. — Mannalát.
I fyrri daga tóku menn mark af fiugi fuglanna, á vorum
dögum taka blöðin af engu heldur tiðindaspár enn af ferðum
keisara og konunga og höfðingja þeirra. það var i ágúst-
mánuði að stórhöfðingjarnir komust á sveim og blaðamennirnir
tóku að glöggva sig á þeim táknum tímanna. Fyrst fundust
þeir í Ischl Vilhjálmur keisari og Franz Jósef, en áður hafði
Kalnoky greifi, kanselleri Jósefs keisara, farið á fund þýzka
keisarans. Skömmu síðar ferðuðust konungarnir frá Serbiu og
Rúmeniu til Vínar og Berlínar, og fengu virktaviðtökur á báð-
um stöðum. „f>eir koma til gamans og kynnis,“ sögðu sumir,
en aðrir: „öllu gamni fylgir alvara.“ Mönnum var orðið
kunnugt um það samband stórveldanna þriggja, sem að framan
er viða við komið, en ógjörla heldur, og svo er enn. Nú
komust blöðin yfir þá njósn —• „og lítið er lítið“ —, að þýzka-
land og Austurríki hefðu endurnýjað sitt bandalag til sex ára,
og að þetta hefði þegar komizt i kring i árslok 1882. f>að
virðist, sem blöðin hafi fengið bessa hressingu til að örfa eða
skerpa getspeki sína um eirndi konunganna frá Balkansskaga.
þeim þótti ekki gátan svo vönd, og rjeðu hana svo: Konung-
arnir sóttu fyrst heilræði. Rúmeniukonungur skyldi ekki neitt
við neina erfa út af lyktum Dunármálsins (sjá Rúmeníu þátt),
og láta ekki þjóðernisköllin í Rúmeniu fá meira á sig, enn
góðu mætti gegna. Serbíukonungur skyldi varast Alslafaæsing-
arnar heima hjá sjer, og taka þar betur í taumana. þeim var
báðum gefið í skyn, að nú ættu allir frið að halda og frið að
styðja, og hitt með fram, hvern hauk þeir ættu í horni, þar
sem þýzkaland og Austurríki væri, ef þeir þyrftu á að halda.