Skírnir - 01.01.1884, Qupperneq 92
94
EÝZKALAND.
f>eir vikust vel við góðum fortölum, einkum þegar þeir höfðu
heyrt, að þeir þyrftu ekki neitt að óttast af Rússa hálfu, því
Rússar mundu líkast koma sjálfir i friðarhvirfinginn. Vjer ætlum,
að allt láti hjer nokkuð nærri, og hvað Rússum við víkur, þá
skal þess getið, að einmitt um sama leyti kom annað hljóð í
blöð þeirra. „Nordd. allgem. Zeitung“ (blað Bismarcks) sendi
þá Frökkum kaldar kveðjur, en mælti blíðlega til Rússa. þ>ví
var mjúklega svarað í Móskófutiðindum, blaði Katkoífs, en þar
hnítt i Frakka, og sagt, að Rússum gæti ekki komið annað eins
óráð í hug, og að leggja lag sitt við þá menn, sem hefðu
runnið svo ófrægilega af varðstöð sinni á Egiptalandi. Svo
þaut nú „annan veg í björgijm11, en hitt er alkunnugt, hve
lengi grunur hefir leikið á fyrirhuguðu bandalagi með Rússum
og Frökkum, og að þeir ætluðu að bíða færis við jþjóðverja, og
láta að sköpuðu skeika. En það var þá, er þeir voru á lífi,
Gambetta og Skóbeleff. Síðan i haust hefir mart þótt votta,
að mjög hafi dregið saman með Rússum og þjóðverjum, og
hver veit nema „keisaraþrenningin11 komi aptur upp úr kafinu
fyr enn nokkurn varir? Fari svo, þá munu fáir svo vantrúaðir,
að þeir uggi lengur um staðfestu friðarins, og þá er sú þjóð
svo i kví komin, sem menn trúa verst, að hún má æpa heróp
og öllum látum láta. „þeir sem friðarins óska og friðinn vilja“,
sagði Bismarck við Bratianó, ráðherra Rúmeníukonungs, „þeir
eru velkomnir í vort bandalag, því það er bandalag friðarins,
en hinir sem á ófriðinn hyggja, verða til annara að hverfa“.
Sama mun hafa verið sagt við Spánarkonung og ráðherra hans,
en getur blaðanna um svör og samsmál hafa verið heldur á
reiki. Sum blöðin á þýzkalandi ljetu drjúgt yfir heimsókn
Spánarkonungs, og ekki miður yfir för krónprinsins þýzka til
Spánar, en sneiddu Frakka um leið. „það er engin tilviljun",
stóð x einu þeirra, þegar krónprinsinn var kominn á stað, „að
það eru að eins konungaríki, sem hneigjast að þýzkalandi og
vilja feta í friðarfótspor keisaraveldisins, og hitt ekki heldur, að
keisarinn, ættmenni hans og ráðanautar hafa tekið í móti þeim
öllum með velviid og blíðu. Öllum má liggja í augum uppi,
hvernig vinakynni og vinátta höfðiiigjanna styður og styrkir