Skírnir - 01.01.1884, Síða 93
PÝZKALAND.
95
konungsvaldið í vorri álfu.“ Sum blöð á Frakklandi voru þó
svo djörf, að efast um, hvort heimsókn krónprinsins mundi
treysta Alfons konung á veldisstólinum, sem flokkunum hagaði
á Spáni, og var því svarað með byrstu bragði. Eitt Parisar-
blaðið „le NaHonal" gerðist svo frekt, að það kvað höfðingjum
Evrópu mundi í koll koma, er þeir hefðu ekki bundið lag sitt
á móti þýzkalandi, í stað hins að gerast því háðir. þar mundi
koma, að þeir sæju afdjúp liggja milli sin og fólksins, en það
hefðu þeir þá sjálfir grafið. Blaðið mun liklega hafa átt við,
að fyrir þeim mundi fara, sem fyrir höfðingjunum á þýzkalandi,
sem væru orðnir fólki sinu afar leiðir, af því þeir væru höfð-
ingjaleysi —, eða þá hitt, að þeir yrðu að breyta eptir ein-
veldissniði Prússa, og komast svo í sömu baráttu og á sjer
stað á þingunum í Berlín og fleirum þingum þjóðverja. Blað
Bismarcks svaraði reiðuglega, að Frökkum bæri heldur á hitt
að líta, hvert afdjúp blöð þeirra græfu á milli höfðingjanna í
Evrópu og frönsku þjóðarinnar. Af þessu má skynja, hvernig
þjóðverjar þykjast eiga tvennu samt að fagna: nýrri gullöld
friðarins fyrir afrekan Bismarcks og einangursstöð Frakklands í
Eyrópu.
það er satt, að þetta er gleðileg tilhugsun fyrir þjóðverja,
en það eru til gagnstæðar hugleiðingar, sem eru farnar að ryðja
sjer til rúms — hugleiðingar, sem öðrum þykja ekld ógleðilegar.
það er satt (segja menn), að nú verða allir svo að „sitja og
standa“ i Evrópu, sem Bismarck vill og vísar til, og honum er
vegur og uppgangur þýzkalands að þakka, en vandinn verður
sá mestur, að gæta svo hvorstveggja, að ekki þverri. Allir vita,
hvernig vegur og völd þýzkalands eru undir komin, að þau
eru með vopnum og ofríki i hendur heimt, að sigurframi þjóð-
verja, hefir gert marga að þeirra öfundarmönnum, og að margir
hafa hlotið fyrir þeim um sárt að binda. Sigur er glæsilegur,
en gljáinn hverfur, þegar órjetturinn sigrast. Völdin eru vegleg,
en verða viðurstyggileg, ef þau berja það fram, að aflið sje
rjettur. Kunnátta og menntun eru miklir kostir, en verða þar
ljettari á metunum, sem á brestur á frelsi, frelsisást og aðra
andans göfgi. Hernaðar íþrótt og hernaðardáð, situr vel á