Skírnir - 01.01.1884, Qupperneq 94
96
ÞÝZKALAND.
þjóðverjum sem öðrum, en hitt miður, er einskonar herbragur
og drembingskapur færist hjá þeim á ailt hið ytra far lífsins,
og öllu er svo ósjálfrátt gegnt, að gegnendurnir líkjast meir
dauðum tólum enn mönnum. Hjerumbil á þessa leið er
mörgrim orðið starsýnt á veilurnar hjá þjóðverjum, hvernig sem
þeir stærast sjálfir af þýsku ágæti og þýskum yfirburðum. Vjer
hnýtum hjer við nokkrum orðum úr brjefum doktors Georgs
Brandesar til eins blaðs i Kaupmannahöfn, þar sem hann
lýsir ástandinu á þýzkalandi — en hefir dvalið þar all-lengi.
|>au sýna, hvernig honum þykir þrælsanda kenna þar á flestum
reitum lífsins. „Hvað þegnhuginn snertir,11 segir hann á einum
stað, „þá eru hinir ungu menn gamlir, og hinir gömlu ungir.
Andlegt fjör og flug finnst að eins hjá þeirri kynslóð á þýzka-
landi, sem eptir tíu ár er undir lok liðin. þegar þar er komið,
þá er þýzkaland i einangursstöð rekið, blómi þess visinn, ásýndin
hrörleg — og þeir hata það allir, sem á næstu grösum búa.
f>að stendur þá eins og kastalavirki miðaldalegra og ófrjálslegra
þegnhátta. Hitt bregzt. heldur ekki, að þá rís upp ný skálmöld
með löngum ’ og grimmilegum viðureignum. En sigrist |>jóð-
verjar, þá verður munnurinn á Ameríku og Evrópu, hvað
stjórnarfar og þegnskipun snertir, hinn sami sem nú er á
Evrópu og Asíu.“ Á öðrum stað talar Brandes um tilfinningalíf
þjóðverja, og segir, að menn geti nú heimfært upp á þá orð
Göthes, er hann hafi líkt sumum mönnum við „þarma steytta
upp með von og ótta“. Hann segir, að tilfinningalífið sje svo
blandið og tilgerðarlegt, hafi svo skeikað frá einföldu eðli, að
þetta hafi meir enn allt annað valdið þeim andlegu apturförum,
sem nú eigi sjer stað á þýzkalandi.
Af Berlinarþingunum — ríkisþingi Prússa og sambands-
þingi þjóðverja — er fátt frjettnæmt að segja. Hinu síðar-
nefnda þingi var slitið eptir langan setutíma, en með hlje og
hvíldum, 12. júni. f>egar þingið tók aptur til starfa sinna i
miðjum apríl, kom boðun til þess frá keisaranum, þar sem
hann ljet þingmenn vita, að sjer þættu seint sækjast nauðsynja-
málin mestu á þinginu, eða þau nýmæli, sem miða til að bæta
hag og kjör verknaðarfólksins. 'það er sökum þessara nýmæla,