Skírnir - 01.01.1884, Side 96
98
ÞÝZKALAND.
samkomulags hafa verið árangurslausar. Bismarck hætti svo
að þinga við páfann og hans erindreka, en bar upp í fyrra
nýtt frumvarp til úrdráttar úr maílögunum, þar sem svo er
fyrir mælt, að biskuparnir skulu ekki þurfa að tilkynna borgar-
stjórunuin eða hjeraðastjórum aðrar umboðsveitingar en fasta
þjónustu prestakalla. En ef borgarstjórinn neitar þeirri veitingu,
skal málinu skotið til ráðherra kirkjumálanna, en eigi, sem fyr,
til kirkjudómsins i Berlín. Aður máttu þeir einir gegna þar
prestsverkum og messugerðum sem presta var vant, er stjórnin
hafði veitt heimild til þeirrar þjónustu, en nú var þvi skilyrði
hleypt úr lögunum. Nýmælin gengu fram eptir langa baráttu
í lok júnímánaðar. Kaþólskum mönnum þykir hjer ekki meira
enn spölkorn fetað á betrunarleiðinni, en hún eigi fyr á enda
farin, en maílögin eru með öllu úr gildi numin. Krónprinsinn
ferðaðist frá Spáni til Rómaborgar, og sótti á fund páfans, en
svo hafa sögur gengið af viðtali þeirra, að prinsinn hafi ekki
viljað minnast einu orði á kirkjumálin á jbýzkalandi. — Bismarck
freistaði enn að fá framgang nýmælum sinum um tóbaksein-
okun, sem getið hefir um í undanfarandi árgöngum þessa rits,
en þau urðu apturrelca. Afdrif nýmæla hans um nýja skatta,
t. d. á hlutabrjefum, verður næsti Skírnir að segja. Svo fór
á síðasta þingi sem fyr, að stjórn og þing gaf lítinn gaum að
umkvörtunum Norðursljesvíkinga og Póllendinga, eða uppá-
stungum þeirra, að takmarka nokkuð þýzkukennsluna, þ. e. að
skilja: láta kenna á pólsku og ekki á þýzku í miðbekkjum í
4 tíma og hinum efstu i 7 tíma á viku (í stað 8 og 12).
Stjórnin og þjóðverjar voru langt um mýkri i svörum við
dönsku fulltrúana enn hina pólsku, en sögðu, að Norðursljes-
vikingar mættu ómögulega slá slöku við að læra þýzkuna, hún
yrði þeim að svo miklum notum, og allir hagir þeirra væru
svo vaxnir, að þeir yrðu í öllu að snúa sjer móti suðri. Full-
trúar Póllendinga urðu þar á móti fyrir miklum ámælum, og
fengu að heyra, hversu djarfir Pólverjar gerðust við þýzka
tungu og þjóðerni, og hverju fræi væri sáð til ófarnaðar rikisins
á Posen og á Póllandi.
í janúar gengu fulltrúar landsbúa i Elsass og Lothringen