Skírnir - 01.01.1884, Side 98
100
ÞÝZKALAND.
Guð hinn almáttki hefði fylgt f>jóðverjum til hverrar sigurvinning-
arinnar á fætur annari, unz þeim tókst, með forustu höfðingja
sinna, að afreka ættjörðu sinni einingarsamband allra þýzkra
ríkja. Milliónir manna hefðu hafið ákall sitt til himna, og
siðan þakkarávörpin fyrir fulltingi drottins og ríkuglega náð, er
hann hefði svo vottað, að þjóðverjar voru þess verðir að vera
hans verkfæri. Til þess að slikt liði aldri þjóðverjum úr minni,
væri varðinn reistur. Að endingu sagði hann: „Jeg vígi
þenna varða með orðum föður míns sáluga (Friðr. Vilhjálms
3.) eptir frelsisstríðið 1813—15, sem finnast með járnletri á
öðrum stað: „til loflegrar minningar hinna föllnu, til þakka við
þá lifandi, og til eptirdæmis óbornum kynslóðum!11 Um þetta
má með nokkurum sanni segja, að Guði sje að visu dýrðin
gefin, en jbjóðverjar og höfðingjar þeirr sje ekki hjá sneiddir.
Minningarhátið Lúthers hjeldu þjóðverjar, sem nærri má
geta, me& stórkostlegustu viðhöfn og minnilegasta móti í tvo
daga (10. og 11. nóvember). Auk hátiðarhalda i kirkjum og
háskólum, skal nefna uppljómun borganna, skrúðgöngur,
prósessiur með kyndlum, hljoðfæraleiki, ræðufundi, auk fl. í
október voru i Jena sýndir í sjónarleikum ymsir æfiviðburðir
Lúthers og tíðindi frá siðabótartímunum, og stóð á sumum í
sex stundir, og voru þeir leikir endurteknir þann 10. nóv. J>á
daga voru líka undirstöður lagðar til kirkna og stofnana, sem
■eiga að bera nafn Lúthers, og samskot gerð til slíkra fyrirtækja.
Bæði í ágúst og september höfðu verið haldnar þær skrúðgöngur
i Erfurt og Wittenberg, þar sem sýnd var innreið Lúthers i
ena fyrnefndu borg 1521 (á leiðinni til Worms). A hátíðinni í
Wittenberg flutti krónprins Prússa snjalla ræðu, þar sem hann
kvað prótestöntum ekkert brýnna og skyldara enn að efla
trúfrelsi og umburðarlyndi í trúarefnum, og kallaði aðferð
júðahatenda höfuðskömm vorrar aldar.
F.ptir manntali 1880 voru þjóðverjar 1. desember það ár
45, 234, 061, en G. júni 1882 hafði talan mínkað um 20, 154.
Burtferðir af landi til Vesturheims og annara álfna hafa líka
farið vaxandi á J>ýzkalandi sem í öðrum löndum á seinustu
arum.