Skírnir - 01.01.1884, Side 101
AUSTURRÍKI OG UNGVERJALAND.
103
Jósefs keisara, góða grein fyrir mörgu, sem um var spurt, um
samband og afstöðu alrikisins til granna þess og annara rikja,
og ljet vel yfir öllu, en þó bezt yfir því, hve traust og óslitandi
bandalagið við þýzkaland væri. Hann greindi og frá, að sum
ágreiningsmál með Serbiu og Rúmeniu væru út kljáð til góðra
lykta, og styður þetta það, sem til var getið um erindi konung-
anna í upphafsgrein frjettanna frá jbýzkalandi. Hann talaði
um Italíu og Tyrkjaveldi — heiðríkt yfir hvervetna, og mátti
kalla, að skýrla hans öll væri ekki annað enn spá langvinns
friðar í vorri álfu.
jþað eru nú bráðum 5 ár siðan, að Austurríkis keisari
varð að selja þeim mönnum stjórnarvöldin í hendur, sem enn
sitja við stýrið. Taaffe greifi og hans ráðunautar höfðu verið
frá öndverðu forvigismenn fyrir jafnrjetti og jafnstæði allra
þjóðflokkanna í Austurriki, en það hefir opt verið greint í
þessu riti, hversu mótfallnir J>jóðverjar eða þeirrá forustuskör-
ungar á þinginu í Vín, hafa verið slikri skipan, sem þeim þótti
fara í gegn sögu keisaradæmisins, gegn frumtignum þýzkrar
þjóðmenningar, og gegn siðbóta og uppfræðingar köllun þjóð-
verja. Baráttan stendur enn, striðið með jafnaðar- og sjálfs-
forræðiskröfum slafnesku þjóðflokkanna ') og yfirdrottnunarkröf-
um þjóðverja. Czekar eru þjóðflokkanna (slafn.) fjölmennastir,
og þrátt fyrir hin ógæfulegu og ósanngjörnu kosningarlög tókst
þeim loks að vinna bug á þjóðverjum heima hjá sjer, og færa
sjálfsforræðisvinum afla til yfirburða á Vínarþinginu. það eru
enn þeir, sem standa fremstir i forvíginu fyrir þjóðernisrjettindum
Slafa i Austurríki, og að þeim er helzt sókninni snúið. Vín
og Prag eru orrustustaðir hins þýzka og slafneska þjóðernis.
það yrði „Skírni“ of rúmfrekt, að segja nákvæmlega frá
þingstormunum i Vín eða öðrum viðureignum, en vjer
minnumst að eins á þau mál (tvö), sem (auk fjárhagslaganna)
ollu hörðustu hríóunum á þinginu. Annað þeirra var uppá-
1) f>. e.: Czeka (Sjeka), Pólverja og Rúthena í Galicíu, Slóvena, Serba
og Króata í Dalmatíu og Istríu, Rumena í Búkóvinu, auk Itala í
Týról.