Skírnir - 01.01.1884, Síða 103
AUSTURRÍKI OG UNGYERJALAND.
105
stöð heimsmenntunarinnar (d: Austurriki) á að stíflast, teppast
einmitt þar sem einn af hinum atgerfismestu kynþáttum mann-
kynsins byggir, og ann menntan af hug og hjarta eða, hvort
þessi straumur á að geta haldið áfram að renna til frjófgunar
menntum, iðnaði og velmegun hjá milliónum manna!“ —
„þolið þjer þenna framburð, prestur minn?“ sagði kona á
Islandi. Svo má stundum kveða við fimbulmælum þjóðverja.
Við kosningarnar í Böhmen biðu þjóðverjar fullan ósigur,
og í Prag (höfuðborg landsins) náði enginn kosningu af þeirra
liði. Czekafulltrúar urðu 167 á móti 75 þýzkum. þingið var
sett 4. júlí, en því slitið 11. ágúst. Landstjórinn, Krans barón,
talaði czeknesku, er hann setti þingið, og ljet sem hann heyrði
ekki, er hinir æptu til hans, að hann skyldi tala þýzku.
Forsetarnir töluðu þann dag bæði málin (eða sitt hvor). Hjer
sló opt í harðar deilur, en Czekar gáðu hjer mun betur hófs
og stillingar enn hinir, enda höfðu þeir siguraflann sín megin.
þjóðverjar báru það enn Zcekum jafnan á brýn, að þeir vildu
slíta Austurríki í sundur, en þau ámæli ráku skörungar þeirra,
Ladislaus Rieger, furstarnir, Windischgrátz og Schwartzenberg,
greifarnir Leó og Frantz Thún, auk fl., harðlega aptur. þjóð-
skörungur Zceka, Rieger, sem nú var nefndur, bar nýmæli fram
um breytingu kosningarlaganna, og skyldu þeir hnútar höggnir í
sundur, sem þjóðverjar höfðu riðið og umbúið sjer tii sigurs við
kosningar. Nærri má geta, hve þjóðverjum hefir sollið gremjan, er
nýmælin gengu fram á þinginu. Bæði út af því máli og fieir-
um, t. d. er framlaga var synjað til þýzka leikhússins í Prag,
gerðust blöð þjóðverja að hamhleypum, um leið og þau kveinuðu
sáran yfir þverúð hjartnanna og spilling aldarinnar, er menn
dirfðust að fyrirlíta þýzkar menntir og þýzkt ágæti. Sum
blöðin *) tóku líka að örvænta, að þýzka þjóðerninu yrði
framar uppreistar auðið í Böhmen og Máhren, og þetta því
’) Vjer eigum hjer við þýzku blöðin í Austurríki, þó álíka ljeti i
sumum blöðunum á þýzlcalandi, þeim sem sje, sem Bismarck eru
óháð, þvi honum er illa við streitu ‘og gorgeir þjóðverja i Austur-
ríki.