Skírnir - 01.01.1884, Síða 104
106
AUSTURRÍKI OG UNGVERJALAND.
heldur, sem jbjóðverjar urðu sundurþykkir sjálfir, er einn hluti
fulltrúanna á Pragarþinginu vildi ganga af þingi, en hinn
hlutinn varð meiri, sem fjarri tók því ráði. þjóðverjar og
aðrir vita vel, að Czekar leggja ekki fyr árar í bát, enn þeir
1
hafa afrekað landi sínu -þá sjálfsförræðisstöð, sem þeir segja
sjer heitið i „októberskránni“ (1867), og Austurríkiskeisari hefir
sett sjer „Venzelskórónuna“ á höfuð. þetta sagði Rieger
afdráttarlaust í vetur (í nóv.) við franskan blaðamann, og þegar
Pragarbúar hjeldu (18. nóvember) vigsluhátið nýs leikhúss, þar
sem beztu menn þeirra voru saman komnir, fórust einum fulltrúa
þeirra, Skarda að nafni, svo orðin í veizlunni, að hátíðin væri
að vísu fögur og fagnaðarrík, en yfir allt mundi sá fagnaðar-
dagur taka, „þegar hið smurða höfuð Böhmensdrottins skreyttist
kórónu Venzels konungs.11
í riki Ungverja, eða austurdeild alrikisins gerðist að áliðnu
sumri (í agúst) svo ókyrt, að til vandræða horfði, en stjórninni
tókst að lægja þann storm sumpart með tilhliðran og vitur-
legum undirtektum, og sampart með snarræði og atförum.
Hjer er líkt á sig komið og i vesturdeildinni, að hinir slaf-
nesku þjóðflokkar kunna illa rikisdrottnun Madjara, og eru
skjótir til mótreisnar, ef þeim þykir þjóðerni sínu i nokkru
misboðið. A skjaldarmerki, sem títt er að festa upp á þau
hús eða hallir, þar sem ríkisumboðum er gegnt og þjónað, t.
d. pósthús, hafði stjórn Ungverja látið letra nöfnin á bæði
málin, Madjara og Króata, í Agram, höfuðborg Króata, og
öðrum bæjum. þetta vildu Króatar ekki þola, og i miðjum
ágúst gerðust þær óeirðir í Agram, að skríllinn gerði áhlaup
að þeim húsum og vildi rífa niður merkiskildina. Löggæzlu-
liðið bældi niður fyrstu rósturnar, en tveim dögum síðar (16.
ágúst) tókust þær upp aptur, og þá bar borgarlýðurinn varðliðs-
flokkana ofurliði, braut niður skildina, og gerði mikil spell á
húsunum og annan usla. I þeim viðureignum særðust og ör-
kumluðust margir menn, en nokkrir hófðu og líftjón. Til borg-
arinnar kom nú fleira lið, og hafði hana í hersvörzlu.
Skildirnir voru aptur upp festir, og óspektirnar rjenuðu í borg-
inni, en færðust nú út um landið, og síðan til Hergeirans,