Skírnir - 01.01.1884, Page 107
AUSTURRÍKI OG UNGVERJALAND.
109
fjekk líka síðar vitran i draumi, að æfilok dóttur hennar hefðu
orðið þau, sem lygarnar báru. 10 vikum eptir hvarf Esthers
fundu menn reyndar lík ungrar stúlku í Theissfljótinu, og þó
það væri orðið mjög torkennilegt, bar það þau merki, t. d.
ör á hægra fæti, sem til settum rannsólcnarmönnum þótti gera
það óefað, að Esther væri hjer í leitirnar komin. En þetta
tjáðiekki, ákæranogrannsóknirnarmóti Gyðingunum voru byrjaðar,
en fyrir þeim stóð sá dómari, sem Barý hjet, harðstæltur Júða-
hatari. Hann hafði þegar orðið veiðisæll til annara gagna.
Scharíf átti son 13 vetra gamlan, Móriz að nafni, Barý ljet
sækja piltinn og bað hann segja, hvað hann vissi um það, sem
fram hefði farið þann dag, er stúlkan hvarf, á heimilinu og í
samkundunni. Dregnum var greitt um svörin, en i framburði
hans fanst ekkert það, er á mátti hafa, og var hann samhljóða
því er 40 menn aðrir báru. Allt um það fjekk Barý piltinn i
hendur tveim mönnum og heitir annar Andreas Recskí,
en hinn Peczelý, báðir úr uppgötvunarliði löggæzlustjórnar-
innar. Recski var orðlagður fyrir það, hve góð tök hann
kynni á sökuðum mönnum, að fá þá til viðgöngu. Hann hafði
Móriz heim með sjer. Peczelý hafði verið dæmdur fyrir morð
23 ára gamall, setið 15 ár í betrunarhúsi, en þegið lausn
1867. þessir menn beittu nú þeim brögðum við piltinn, —
sem siðar sannaðist —, fortölum, heitum, hótunum, pyntingum,
að hann hverfði um sögu sinni, og bar það síðan, sem þeir
höfðu stilað honum eða mælt fyrir. Hann sagði nú, að faðir
sinn hefði ginnt stúlkuna til sín, látið fara með hana út í
samkunduna, því þar hefði verkið verið unnið. Sjálfur sagðist
hann hafa læðst að skráargatinu og sjeð hvað um var að vera.
Auk föður síns hefðu 12 menn aðrir, sem hann nefndi, beinzt
tilað taka stúlkuna af lífi og hirða blóð hennar. Hvað þeir
hefðu gert af líkinu, þóttist hann ekki vita. þetta bar hann
blákalt fram hvað eptir annað framan í föður sinn, og það
steinskurn hafði lagzt um hjarta hans, að á hann bitu hvorki
áminningar nje tár ens gamla manns. þar kom þó, að rugl
og vöflur komust á framburð hans, en hitt uppgötvaðist smám
saman, hverjum brögðum ymsir hefðu verið beittir til lyga-