Skírnir - 01.01.1884, Page 109
AUSTURRÍKI OG UNGVERJALAND.
111
laus, sem hún var 1 öndverðu. Menn fela nú víða í orðinu
„sósíalistar“ þá menn sem vilja umturna þegnlegri skipan,
beita þá ofríki, sem auði stýra og búa við vildarkjör,
og þá jafnvel með, sem fara með gripdeildir, rán og morðræði.
En til þessa eru og fundin rök viðburðanna. I Vin stóðu i
fyrra vor 28 menn fyrir dómi, og voru allir af fjelagaliði
sósialista, höndlaðir og ákærðir fyrir „þjófnað, rán og frum-
hlaup til rána, eða yms önnur samtök að lcomast yfir eign
náungans. Hjá sumum þeirra fundust Hka miklar eiturbirgðir.
jþó þeim mönnum væri hegnt að maklegleikum, fór enu sama
fram um illræði og morð i Austurríki, einkum í höfuðborginni
og þetta dróg til, að borgin komst um tíma i hervörzlu og
fjöldi manna settir í varðhald, sem nánara mun af sagt í næsta
„Skírni“.
I Pesth gerðu þrir bófar lag með sjer i fyrra vor að myrða
til fjár stórauðagan mann, Mailath greifa, formann herradeildar
þingsins og forseta fyrir hæstarjetti Ungverja. þetta verk
frömdu þeir 28. marz, en greifinn hafði þann dag tekið stór-
mikið fje úr banka og haft það heim með sjer, og lagt i
járnhirzlu vandlega læsta. Einn af bófunum var þjónn hans, og
hann hafði leiðt hina tvo til fylgsnis i baðherbergi greifans,
áður hann kom heim um kveldið. þar voru þeirmeðan þjónn-
inn, Berecz að nafni, þjónaði greifanum til sængur. Hinir
hjetu Sponga og Pítelý, og þegar Berecz kom út, hlupu þeir inn
í svefnherbergið, annar eða báðir, með hníf í hendi, þrifu til
greifans og heimtuðu, að hann skyldi þegar segja til peninga
sinna. Hann stökk þegar á fætur og kallaði á þjón sinn, en
hann var þá í mestu önnum sjálfur að leita lyklanna að hirzlunni.
Eptir nokkra mótstöðu höfðu morðingjarnir Mailath undir sig,
stungu dúki í munn honum, fjötruðu hann á fótum, enn renndu
snæri um háls honum. þeir neyddu hann til að segja sjer til
lyklanna, og kyrktu hann síðan. Lyklarnir komu þeim þó ekki
að haldi, svo vant var að ljúka upp hirzlunni. En í brjefa-
veski greifans voru 12,000 gyllina, og þá penniuga, auk úrs
og ymsra dýrra muna, höfðu morðingjarnir á burt með sjer,
en Berecz skyldi fá sinn hlut síðar. Seint og um siðir tókst að