Skírnir - 01.01.1884, Side 111
RÚSSLAND.
113
að ná mundu renna upp dagar þegnlegs frelsis á Rússlandi,
og að þeir hugir mundu þá og sefast, sem svo lengi hafa
vjelað — og vjela enn —- um hefnda og forátturáð fyrir allt
það ófrelsi, harðýðgi og þjáningar, sem fólkið hefir þolað, í
stuttu máli: alla þá óblessun, sem af Zarvaldinu hefir staðið.
En því var ekki að heilsa. Menn áttu að eins að fagna
óhóflegu skrúðglysi og viðhöfn, miklum aldeyfuglaumi, messu-
haldi þrælasægs, sem kraup frani að altari Zarvaldsins.
„f>að er hvers girnd, sem hann gerir“, og það voru ekki að
eins rússneskar sálir, sem böðuðu sig í geizlum hinnar rúss-
nesku veldissólar, en fjöldi útlendra höfðingja og stórmennis
voru sendir þess erindis, að vera vottar að krýningardýrðinni.
I öllum þeim sæg, þann 20. maí, voru mörg hundruð manna,
frá öllum löndum og álfum, sem komu til fregnafanga fyrir
blöðin, og af þeim ódánisakri sendu þeir ódánisfæðuna á
hverjum degi heim til sin til fjarlægustu þjóða. Kaupinhafnar-
búar mundu sízt hjá settir, þar sem keisaradrottningin hafði
verið dönsk prinsessa, og augnaljós danskra og drottinhollra
manna. Höfundur „Skirnis“ er, ef til vill, eins forvitinn og
margir aðrir, og verður líka i mart að hnýsast, og því mun
hlýða, að hann unni lesendum þessa rits nokkurs af þvi, sem
hann hefir sjálfur náð í og numið.
f>að er upphaf þeirrar sögu, að fyrst voru krýningardjásnin
— ríkisknötturinn, sprotinn, kórónurnar og Andrjesorðan —
send af stað frá Pjetursborg til Moskófu (11. april). þeir voru
allir embættismenn í hirð keisarans, sem báru þessa helgu
dóma til járnbrautarstöðvarinnar í dýrðlegri prósesslíu, en á und-
an henni reið sveit af varðliði keisarans. Viðtökurnar i Mo-
skófu og fylgd djásnanna til Kremlshallar fóru fram með sama
dýrðarhætti. Viðurbúningurinn í Moskófu stórkostlegur, og sið-
asta mánuðinn fyrir krýningar hátíðina voru margar þúsundir
manna í þeim önnum, en mörgum milliónum til kostað. A
velli einum fyrir utan borgina (ferh. milu að stærð) var svo
búið undir til fagnaðar og skemmtana fyrir bæjarlýðinn og
hermennina, að þar voru reistir 150 skálar og búðir; meðal
þeirra 4 leikhús, afarmikið reiðleiks eða hestleikasvið, for-
8