Skírnir - 01.01.1884, Page 112
114
KUSSLAND.
kunnarfagur salur með svölum handa keisaranum og drottning-
unni, en honum andspænis geysistór pallur fyrir hljóðfæraliðið.
Hingað var — auk annara fanga — ekið út krýningardaginn
200 feiknastórum ölsáum. Svo leið að dýrðardögunum og 20.
mai kom keisarinn með fylgd sinni til Moskófu, en gisti 2 ►
næturnar fyrstu í höll fyrir utan borgina, sem Petróvskýhöll
heitir. Fyrst boðuðu fallbissuskotin þessi fagnaðartiðindi, og síð-
an tóku allar klukkur borgarinnar að óma kveðjurnar móti
hinum tignu gestum. 22. maí hjelt keisarinn innreið sína í
borgina. Sjálfur reið hann á hvítum gæðingi frá Arabiu, en
söðulreiðið allt logandi og gljáandi af gulli og gimsteinum.
Drottningin og fylgd hennar, prinsar og prinsessur, í gullnum
vögnum. þeim og keisaranum fylgja 12 „kammerherrar“ rið-
andi og 24 „kammerjungherrar11, en mikil vagnaruna með
stórmenni og stórgæðinga keisarans; öll skrúðfylgdin umhorfin
sveitum riddaraliðs. þegar inn var riðið um borgarportið,
drundu 71 fallbyssuskot, og þar kom borgarstjórinn og hans '
fylgd á móti keisaranum. Skammt þar frá var kirkju með _
líkneskju Mariu Guðs móður, en keisarinn steig þar af hesti
sinum, og tigna fólkið allt af baki eða úr vögnunum og tjáðu
líkneskjunni lotningu sína og tilbeiðslu. I Moskófu eru þrjú
hundruð kirkna, og út úr þeim, er í leiðinni lágu, komu alstað-
ar klerkarnir með krossa og líkneskjur helgra manna. þegar
kom að því porti Kremls — portin eru 5 að tölu — sem
Spaski Vorud (Frelsaraportið) heitir, stóð þar fyrir sveit bisk-
upa og presta með krossa og vigt vatn, og þar þiggja þau
keisari og drottning salt og brauð af hendi „krýningarmarskálks-
ins.“ Vígðu vatni var stökkt á leið þeirra frá portinu til
þeirrar kirkju, sem Upenskíkirkja heitir, og kennd er við upp-
stigning Maríu. Hún er krýningarkirkja keisaranna, og hin y
elzta kirkja borgarinnar.1) þegar jjau keisari og drottning
gengu inn í kirkjuna, dundu enn 85 skot, en 101 þegar þau
‘) í rá 14 öld, en síðan breytt með ymsu móti. ívan grimmi ljet
prýða hana miklu myndaskrauti, en hafði látið taka áður þann erki-
biskup af lífi, sem synjaði honum blessunar sökum grimmdarverk-