Skírnir - 01.01.1884, Síða 113
RÚSSLANI).
115
komu þaðan inu í Kremlhöllina. í kirkjunni höfðu þau beðizt
fyrir, kysst líkneskjur sumra helgra dýrðlinga og aðra helga
dóma. Fyrir krýninguna föstuðu þau í þrjá daga, en hún fór
fram 27. mai'. f>á tók skrúð borgarinnar, próssessiurnar, skota-
dunurnar, messuhöldin, undran og tilbeizla fólksins yfir það
allt, sem á undan var farið, en vjer verðum að láta oss nægja
að drepa á sjálfa krýninguna, skrautið og viðhöfnina i kirkj-
unni, sem fyr er nefnd. Við kirkjudyrnar biðu erkibiskupar
og klerka sveit þeirra prósessíunnar frá Kremlhöllinni, og
rjetti erkibiskupinn í Moskófu (eða frá Nóvgoroð?) kross að
þeim keisara og drottningu, sem þau kysstu, en stökkti siðan
á þau vigðu vatni. Inni { kór kirkjunnar voru pallar með
flugjelsdýnum, og þangað voru rikisdjásnin komin, f>ar var og
pallur, sem hásætin stóðu á, og yfir honum tjaldhimin með
fádæma dýrindisbúnaði. Við hliðarnar eðalbornir fyrirliðar á
verði. Af þeim 6 hásætum, sem eru i rikishirzlunni, voru þeir
veldisstólar til valdir, sem kenndir eru við keisarana Michael
Feódóróviz (ættföðurinn) og Alexander Michailóviz. Hinn fyr-
nefndi var fyrir keisarann, og kallast ,,hinn persneski", en hann
hafði ívan hinn grimmi þegið að gjöf af Abbas Persakonungi.
Hann er af fílabeini, en bakið örn af skiru gulli. Gimsteina-
búnaðurinn þessi: 60 rúbínar (roðasteinar), 600 safirar (blá-
steinar), 600 smaragðar (ljósgrænir) og 600 túrldsar (himinbláir).
Hjer var þó mestu firnum á aukið til krýningarinnar, t. d. 1325
ametystum (fjólulituðum), 559 túrkísum (auk fleiri tegunda) og
mörgum perlum, stórum og fágætum. Hásæti drottningar
með áþekkum búnaði, meðal annars sett 1,224 safírum og túr-
kisum, bakið gullörn, en stólfæturnir fremri af gulli, líkneskju-
myndir Pjeturs postula og hins helga Nikuláss. f>essum dýrind-
um samsvöruðu kórónurnar og veldissprotinn. Kóróna keisarans
vegur 5 pund, gull og gimsteinar, en verð hennar metið 1,100,000
rúflna (3 mill. 219 þús, króna). Til veldissprotans er þó
meira varið, því hann er metinn á 3l/g million rúflna, enda er
anna. í þeirri kirkju var ættfaðir Alexanders keisara, Mikael Feó-
dóróviz Rómanoff kjörinn zar 1613.
8: