Skírnir - 01.01.1884, Qupperneq 114
116
RÚSSLAND.
á honum gimsteinn, sem talinn er sá stærsti og dýrasti í heimi.
|>egar þau keisari og drottning voru lcomin í hásætin, var tek-
ið til messunnar eða messusöngsins, en á eptir gekk erkibisk-
upinn (í Moskófu) upp i stigann að hásætispallinum og flutti
þá tölu til hans, sem venja er til, og bað hann bera fram
(lesa) trúarjátninguna. Eptir fleiri lestra (úr ritningunni) og
bænahöld, skrýddist keisarinn purpuraskrúðanumogþákórónunaaf
höndum erkibiskupsins. Hann tók þá kórónu ofan rjett á eptir, og
snerti með henni höfuð drottningarinnar, en setti hana svo upp aptur.
J>ar næst var honum fenginkórónanminniogsettihann hanaáhöfuð
drottningunni. Eptir það sat hann um stund með veldisknöttinn og
sprotanníhöndumsjer. Við þettavar sjálfrikrýningunni lokið,en þá
tóku við hringingar og lofsöngvar. Enn var smurningin eptir,
en hún fór fram i „enu allra helgasta“ musterisins. Smyrslin
borin á enni, augu, nef, munn, eyru, brjóst og svo lófa og
handarbök. Smyrslin jafnóðum af þerruð. Hjer á eptir gjall-
andi samsöngur ldukkna og fallbissna. Ur Upenskikirkjunni
gengin skrúðganga til tveggja kirkna annara, og helgir menn
tignaðir, og helgum dómum sýnd lotning. f>á snúið aptur til
Kremlhallarinnar. I prósessíunni höfðu þau keisari og drottn-
ing kórónur sínar á höfði, en yfir þeim afarmikill tjaldhimin
borinn af 32 hershöfðingjum. A þeim vegi stóðu sethjallar
beggja vegna alskipaðir stórmenni og aðkomufólki. Einn af
frjettarariturunum frá Kaupmannahöfn hafði orðið svo hamingj-
usamur að komast í sæti á einum hjallinum, og sagði hann,
að sú dýrðarsjón mundi engum úr minni líða, sem hjer gaf að
líta. þó fljótt sje yfir farið, og mart mætti enn segja, t. d. af
veizluhöldum, af Asíuhöfðingjum, sem við hátíðina voru staddir
af búningi þeirra og dýrindisgjöfum, auk fl., látum vjer hjer
þeírri sögu lokið.
í einu veizlugildinu í Moskófu þá daga kom það berlega
i ljós, að frjálshugaðir menn höfðu búizt við meira af keisar-
ans hálfu, enn viðhöfn og hátiðarglaumi.1) Maður heitir
J) Krýningardaginn (27. maí) birti keisarinn boðunarskrá til þegna sinna>
og auk uppgja.a á sökum við pólska uppreisnarmenn frá 1863,