Skírnir - 01.01.1884, Qupperneq 116
118
RUSSLAND.
i allt annan streng, og sýndi fram á í „Moskófutíðindum11, að
hjer væri krýndur höfðingi bæði ríkisins og hinnar grísku
kirkju, og fyrir þá sök krýndur til veldis, sem hann mætti
engum neitt af miðla. Rússland yrði að sniða sjer stakk
eptir vexti, og mætti ekki taka til eptirbreytni þá takmörkun
valdsins, sem ætti sjer stað i hinum vestlægu ríkjum Evrópu.
þetta er svo gömul kenning á Rússlandi, og engin trúargrein
neinum betur innrætt, að Katkoff hefði ekki þurft að minna
keisarann eða aðra menn á hana þann dag.
Af nýjum samdrætti með Rússum og þjóðverjum, eða
rjettara með Rússlandi og hinum keisaraveldunum, hefir verið
sagt nokkuð að framan, en á honum tók þá að bera, er
Ignatjeff var farinn frá stjórn, og Giers hafði tekið við stjórn
utanrikismálanna. Hann ferðaðist í byrjun ársins til Róms og
samdi við páfann um yms ágreiningsmál á Póllandi. þar
gekk svo saman, að þeir biskupar, sem stjórn Rússa hafði rekið
frá embættum (1863), fengu þau aptur, eða eptirlaun, og um
fleira var til slakað við yfirhirða kirkjunnar, en þeir skyldu þar
á móti láta allt hlutlaust um öll mál, sem undir veraldlega
valdstjórn bæri. A þeirri ferð heimsótti Giers bæði Bismarck og
Kalnoký, og fregnirnar báru þegar, að umræður þeirra hefðu
orðið að forspjöllum nýs samkomulags. 1 nóvember átti Giers
aptur leið til suðurlanda og lagði hana þá um Berlín og hafði
bæði tal af Bismarck og keisaranum. Hann á að hafa tjáð
fyrir þeim, að Rússakeisari hyggði að eins á frið og heilhugaða
vináttu við þjóðverja, enda þótti þetta þá framar vottað, er
Alexander keisari gerði Orloff greifa (sendiherrann í Lundúnum),
aldavin Bismarcks, að sendiboða sínum i Berlin.
Af innanríkismálum eða stjórn þeirra fátt nýnæmilegt að
ségja. Arið sem leið hafa minni sögur farið af ofsóknum við
Gyðinga enn undanfarin ár. Keisárinn setti nefnd til rannsókna
um þau mál, og var formaður hennar Makoff, ráðherra innan-
ríkismálanna. Hann rjeð sjer sjálfur bana skömmu siðar (11.
marz), en eptir sögnum sökum samvizkubits fyrir mútuþágur af
Gyðingum. Hvað nefndin hefir ráðið Gyðingum til hagsbóta
og raunaljettis, er oss ekki kunnugt. — Ein af tekjugreinum