Skírnir - 01.01.1884, Qupperneq 117
RÚSSLAND.
119
rikisins er „höfðaskattur" (hjúaskattur?), en frá byrjun þessa árs
skulu fátækustu bændur lausir við það skattgildi, og aðrir að
eins greiða 'Uo eða helming á við það, sem goldið hefir verið
Eptir fjárhagsáætlaninni fyrir 1883 voru tekjur rikisins reiknaðar
á 707l/s millión rúflna, en af þeim skyldu ganga til hers og
flota 2231 2 millión, en 147 milliónir til leignagjalds af rikis-
skuldum.
þess var getið i fyrra, að löggæzlustjórninni hafði tekizt
að veiða Bagdanóviz, samsærismanninn frá 1881. Fleiri komu
siðar i leitirnar, og meðal þeirra einn foringi i sjóhernum,
Búdgeviz að nafni, og nokkrir kvenmenn. jbeir voru alls 17
að tölu, sem dæmdir voru (17. apríl) og i ráðum eða vitorði
höfðu verið með morðingjunum. Sex dæmdir til lifláts, hinir
til hegningarvinnu. þegar dómarinn spurði sjóliðsforingjann að,
hvað honum hefði gengið til að leggja lag sitt við byltingamennina,
svaraði hann: „Jeg ér rússneskur hermaður, og það er skylda
mín, að verja jafnt keisarann og þjóð mina, en þegar hagir
þeirra fara í bága, þá geng jeg undir merki þjóðarinnar11.
Hjer var enn höggið skarð í lið níhilista, og þó ekki yrði af
neinum framkvæmdum þeirra hátíðardagana, þá var og er mart
til marks um, að þeir eru hvergi nærri aldauða enn á Rúss-
landi. I lok janúarmánaðar sendu þeir keisaranum ávarps-
brjéf og gerðu þar grein fyrir kröfum sinum fyrir hönd fólksins
(allsherjar fulltrúaþingi, forræðisstjórn fylkja og sveita, trúfrelsi,
prentfrelsi og fundafrelsi, almennum kosningarjetti, auk fl.), og
ijetu hann vita, að þeir mundu halda fram ráðum sinum og
samtökum, neyta sömu vopna sem fyr, rýtinga og tundurskeyta,
ef hann þverskallaðist. Hann yrði að heita góðum skilum,
áður enn hann ljeti krýnast, því ella gengju þeir i dómsnefnd
og dæmdu hann af lífi. það var þvi engin furða, þó keisarinn
neytti allrar varúðar á krýningar ferðinni. Alla leið fram með
járnbrautinni stóðu menn á verði, og eigi lengra á milli þeirra,
enn að hverir gátu sjeð til annara. Við livern glugga í Moskófu
stóðu varðemenn, og uppi á þökum húsanna, þar sem fóikið tók
stöðvar að horfa á innreið keisarans, eða hvar hann annars ók
um stræti. Sögur bárust af ymsum uppgötvunum t. d. skjala