Skírnir - 01.01.1884, Page 118
120
RÚSSLAND.
og prentsmiðju eða rita, og i Varsjöfu urðu heldri manna
konur (rússneskar) upp vísar að því, að þær komu byltingaritum
á framfæri. Betur gerðu níhílistar þó vart við sig rjett undir
árslokin. Einn af æztu foringjum fyrir uppgötvunar liði löggæzl-
ustjórnarinnar, Súdeikin að nafni, hafði þann mann i þjónustu
sinni til níhlista veiða og til að komast eptir, hvað þeir hefðu
fyrir stafni, sem Degajeff hjet, og var sjálfur í þeirra liði.
f>eir komust að svikum hans og gerðu honum tvo kosti, að
leggja lífið þegar í sölurnar, eða koma Súdeikin á vald þeirra.
tlann kaus hið síðara. Kinn dag ^28. des.) ginnti Degajeíf
yfirliðann heim til sin, og sagði, að nihilistar væru þar fyrir á
ráðstefnu, og hann gæti þá orðið um mart fróðari. Súdeikin
gekk þangað ásamt systursyni sínum, og það reyndist satt,
að þar voru menn fyrir, en þeir sem þegar báru vopn á þá.
J>eir unnu á Súdeikin ti! bana, en særðu hinn unga mann
mörgum sárum Um sama leyti vitjaði Degajeff húss yfirliðans,
og komst þar yfir nær þvi öll þau leyndarskjöl, sem það var á
skráð, er hann hafði sjálfur sagt ti), og mest þótti undir í að
ná. En honum var kunnugt um hirzlurnar. Vjer höfum ekki
heyrt annað hermt með neinni vissu, enn að hvorki Degajeff,
nje hinir sem verkin unnu, sje enn uppgötvaðir. — Rússneskir
níhilistar á Svisslandi halda út almanaki, og i fyrra stóð i því,
að tala píslarvotta í þeirra liði — við aftökur eða i dýflissum
á Rússlandi — væri þá komin upp i 200.
I „Skírni“ 1881 er minnzt á uppgraptar fundi við Ladóga.
Sex fornmenjafræðingar, meðal þeirra professórarnir Bogdanoff,
og Inonstrauseff, hafa síðan haldið uppgreptinum áfram, en
hinn síðar nefndi hefir samið skýrslurit með myndum um þær
uppgötvanir. |>að sem hefir fundizt af hauskúpum Ladóga
fólksins sýnir, að við það eiga hvorki Slafar nje Finnar samkynja.
hvorki „ariskar'1 þjóðir nje mongólskar. A þá niðurstöðu er
Inonstrauseff nú kominn. En hitt þykir honum vist, að það sje
ekki minna enn 8000 eða jafnvel 9000 ára síðan, að það fólk
byggði þær slóðir.
Mannalát. 12. marz dó Alexander Michael Gorts-
jakoff, „fursti“, fyrverandi kanselleri Alexanders annars. Hann