Skírnir - 01.01.1884, Qupperneq 119
RÚSSLAND.
121
hafði þá næstum fimm um áttrætt (f. 16. júlí 1798), en hafði
beizt lausnar frá embætti eptir lát keisarans (1881), og lifað
síðustu árin á þýzkalandi (í Baden-Baden) eða á Suðurfrakk-
landi. Eptir friðarsamninginn í París (1856) tók hann við stjórn
utanrikismálanna, og það ei eignað ráðdeild hans og hygg-
indum, að Rússland náði sjer svo skjótt eptir ófarirnar 'á
Krímey, og hlaut þann veg meðal stórveldanna, sem það hafði
áður notið. Meðan uppreisnin stóð á Póllandi, sem byrjaði
1862, vildu „vestlægu stórveldin“ (Frakkland og England)
ásamt Austurriki hlutast til fyrir hönd Póllendinga, en Gorts-
jakoíf bar þau lög öll svo vel af Rússlandi. að málið fjell niður
með öllu, enda vað sú frammistaða honum til mestrar sæmdar.
Prússar studdu þá heldur mál Rússa og dró það til mikils
trausts og vináttu. þetta olli, að Gprtsjakoíf sat hjá öllum
málum, er Prússar tóku að sækja til öndvegis á þýzkalandi, og
ljet hvorki til sín taka, er þeir tóku hertogadæmin frá Dönum,
eða rifu ægishjálminn af Austurríki. Plonum þótti líka Rússlands
hefnt, er þeir sigruðust á Frökkum, og sætti þá færi að ógilda
Parisarsáttmálann, að því leyti sem hann bannaði Rússum að
halda flota í Svartahafinu. það var Bismarck sem bjó til sam-
band keisaraveldanna, eða „keisaraþrenninguna", sem „Skirnir11
hefir kallað það, en það mun og af hans völdum orðið, að
Rússland raknaði úr því aptur. „Einn kemur öðrum meiri“,
og hann sigldi Gortsjakoíf á veður sem öðrum fleiri og
hann átti mestan þátt að þvi, að sáttmálinn i San Stephano
var ónýttur i Berlin (1878), og Rússar höfðu svo lítinn árangur
af sigri sínum á Tyrkjum. Upp frá þvi var heldur fátt með
þeim kansellerunum, þó vináttan hjeldist vel með keisurunum.
— 3. september dó hið ágæta þjóðskáld Rússa, Ivan Túrgen-
ýeff, i Bougival (í grennd við Paris). Hann fæddist 9. nóvember
1818 af tignu fólki, sótti nám víð háskólana í Moskófu og
Pjetursborg, en fór á tvitugs aldri til þýzkaiands, og stundaði
vísindi, einkum heimspeki og þýzka bókmenntasögu í þrjú ár
við háskólann í Berlín. A árunum 1846—50 hafðist hann og
við erlendis á ymsum stöðum, og þá komu á prent fyrstu
skáldsögur hans, og fengu bestu viðtökur á Rússlandi og