Skírnir - 01.01.1884, Síða 120
122
RÚSSLAND.
annarstaðar. 1843 hafði hann fengið embætti í stjórn innan-
riksmálanna, og vitjaði þess aptur 1850, en tveim ártim siðar
var honum visað á burt frá Pjetursborg fyrir djarflega grein,
sem hann hafði skrifað um ánauð bændafólksins. Hann bjó nú
í þrjú ár á gózi, sem hann átti í Órd á Miðrússlandi, en að
kalla í hervörzlu. Hjer hjelt hann áfram ritstörfunum, því
þeirra var honum ekki meinað. Krónprinsinn (síðar Alexander
annar) gerðist hans árnaðarmaður við föður sinn, svo að hann
fjekk leyfi til að koma aptur til Pjetursborgar. Hann ól þó
eptir það aldur sinn að mestu leyti erlendis, og vitjaði að eins
Rússlands og átthaganna endrum og sinnum. |>að er sagt, að
skáldsaga Túrgenjeffs, sem heitir „Minnisbók veiðimannsins11,
og þar sem svo viðkvæmilega er talað um ánauðarkjör bænd-
anna, hafi haft þau áhrif á hug Alexanders keisara annars, að
hann veitti þeim lausn (19. febr. 1861). Af þeirri sögu hlutu
og hinir herrabornu menn að vakna við þvi, að það voru mann-
verur sem þeir höfðu þjáð og fyrirlitið, sem hjer sagt af hörm-
um þeirra og gleði, þolinmæði þeirra og sjálfsafneitun. Túr-
genjeff hataði ófrelsið, og það því heldur, sem hlekkir þess voru
lagðir á þjóð hans, sem hann elskaði svo fölskvalaust. Með
skyggnleik skáldsins og nærfærni göfugs hjarta sá hann öllum
betur ekki að eins bölið og svivirðinguna, en umbrotin i anda
þjóðarinnar, storma sem þegar tóku að mætast í lopti — og
það var þetta stríða straumamót gamallar og nýrrar aldar, sem
skáidsögur hans lýsa með svo frábærri list og snilld. það er
baráttan, hrikaleikurinn með zarvaldinu og foráttu samsæris-
flokkanna, sem hefir orðið honum að miklu sagna efni. Hann
elskaði hvorugt, en hann fann sjer skylt að lýsa baráttunni og sýna
löndum sínum myndir sjálfra þeirra sem þeir eru. þetta hefir
hann gert rækilega, og um leið svo, að Rússar hljóta að sjá,
hve mjög sjer sje ábótavant, þar sem til uppfræðingar kemur,
mannúðlegra og góðra siða, og annarar andlegrar fremdar. Af
skáldsögunum skulu ennnefndar: „Rúdin“, „Hreiður herrafólks-
ins“, „Feður og niðjar“, „Ný jörð“, auk margra fleiri. Vjer
bendum löndum vorum á grein i mánaðarblaðinu „Heimdalli11
um Turgenjeff og þær þýðingar, er þar finnast, og vonum,