Skírnir - 01.01.1884, Side 121
RUSSLAND.
123
að það verði þeim upphvattning til að kynnast betur ritum
ágætisskáldsins.
R ú m e n í a.
Fundarályktir ura siglíngarnar á Duná. — Djarfmæli sumra í Jassý;
afsökun; ferð konungs, m. fl.
Stórveldin eða þeirra umboðsmenn gengu til fundar i
Lundúnum 12. febr. að ræða um siglingarnar á Duná, og ráð-
stafa tilsjóninni framvegis, eða næstu 21 ár. Rúmenar eiga
land að ánni lengsta leið og kunnu þvi illa, er sendiboða
þeirra (eins og Serba) var að eins leyft að bera fram tillögur
sinar, og skýrslur, þar sem þurfti, en synjað atkvæðagreizlu.
f>eir mótmæltu að visu, en hinir ríkari hlutu hjer að ráða.
Annars var þeim vilnað í sumu um tilsjárrjettinn, t. d. fyrir
þann part fljótsins, sem liggur milli Braila (austurfrá) og
„Járnportsins11 (sbr. „Skirni“ 1881, 95. bls.), og þeir eiga einir
land að nyrðra megin. Hinsvegar er Rúmenum það mikil bót
í máli, að þeir eiga járnbraut yfir þvera Dobrúdsju fráTsjerna-
voda, við neðri krókinn á Duná, og til Köstendsje, hafnarborgar
við Svartahafið, og flutningunum mun hjer meiri leið mörkuð
enn um Dunármynnin. A þinginu gerðu allir — mótstöðumenn
stjórnarinnar eigi siður enn hinir — góðan róm að skýrslum
og frammistöðu stjórnarinnar, og i þvi fylgisskapi mun það
hafa verið, að menn fjellust á að verja 15 mill. franka á ári
i tiu ár til virkjagerðar og annara landvarna.
19. júni var afhjúpaður í Jassý minnisvarði Stefáns mikla.
Karl konungur hjelt vígsluræðuna, og lofaði mjög þessa
forvigishetju kristinnar trúar og hinna rúmensku landa. I
veizlugildinu um kveldið gerðust sumir miður orðvarir enn vel
þótti hlýða á sumum stöðum, t. d. í Vin og Búda-Pest. I
ræðunni fyrir minni Karls konungs kallaði forseti fulltrúadeild-