Skírnir - 01.01.1884, Qupperneq 122
124
RÚMEXÍA.
arinnar hann „konung Rúmena“. Eptir þessu var tekið, en
hitt gerði stjórnarskörungunum bilt þar eystra, er manni úr
öldungadeildinni, Gradisteanó að nafni, varð það að orði (í
ræðuávarpi) til konungs, að það vantaði enn nokkrar perlur i
kórónu hans, og þær væru: „Bar.atið“ (Temesvar), Sjöborga-
land og Búlcóvína, en hins vonandi, að þeirra mundi ekki um
aldir saknað '). Konungur svaraði hinni fyrri ræðu aðfinninga-
laust, en á að eins að hafa tekið í hendina á Gradisteanó og
haft sig svo á burt. Nafnið Rúmenakonungur mátti að vísu
kallast ískyggilegt, en að því var þó ekki talið, likast til af
því, að hitt hefur verið látið átölulaust, að Grikklandskonungur
kallast „konungur Hellena“, og þó býr enn fjöldi af þeim
innan endimerkja Tyrkjaveldis. En fyrir hina ræðuna 'nlaut
stjórn Rúmena að sæta áminningum og átölum frá Vín og
skira sig svo vel sem unnt var, og inna þau heit af höndum
(brjeflega), að hún skyldi láta sjer hugfast framvegis, að gæta
þess alls óbrigðilega, sem þjóðarjetturinn og vináttusamband
við önnur ríki gerði Rúmeniu skylt að halda. það var enn
gert til yfirbótar, að gera þann mann landrækan, sem hafði
sétt ræðu Gradisteanós í blað sitt (Indépendance Boumaine),
en eigandi biaðsihs var reyndar franskur þegn og frá Korsíku.
Yfir þetta og fleira sljettist til fulls, þegar Karl konungur
ferðaðist til Vinar, og stjórnarforseti hans, Bratianó, hafði tal
af Kalnoký, og ræddi við hann um gömul og ný ágreiningsmál.
Síðar heimsótti ráðherrann Bismarck í Gasteini, og sagðist
blöðunum svo af þeim fundum hans við kansellerana, að hjer
hefði ekki að eins dregið til fulls samkomulags um Dunármálið,
en einnig til bandalags með Rúmeníu og keisaraveldunum
(sbr. upphafsgrein frjettanna frá þýzkalandi). þegar heim var
komið, og einn af þingmönnum beiddist skýrslu um horfið
*) í «Banatinu» og á Sjöborgalandi (Transsilvanien), löndum Ungverja,
búa 2,696,000 Rúmena, og í Búkóvínu (landi Austurríkis) 219,000.
það er auðvitað, að Rúmenía muni eiga við ramman reip að draga,
ef hún hyggur til, að heimta undir sig jjessi lönd. En hver má fyrir
taka, hvað skipast kann þegar aldir líða?