Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 123
RÚMENÍA.
1 25
gagnvart útlendum rikjum og hvernig Bratianó hefðu gengið
erindin þar vestra, hermdi hann þau orð Bismarcks um frið og
friðarsamband ríkjanna, sem að frarnan er getið. Hann lauk
svo máli sínu: „þau orð hafði jeg heim með mjer frá Berlin
og Gasteini, og læt nú sama um mælt: Friðinn viljum
vjer halda, en vera hvers þess fjendur, sem friðinn
rýfur og á vort land vill með ófriði leita. þingmenn
gerðu góðan róm að þvi ræðumáli.
S e r b i a
Flokkadeilur; Ráðherraskipti. — Uppreisn.
Hjer hefir gengið heldur skrykkjótt árið sem leið. Skírnir
sagði i fyrra nokkuð af flokkaskipun hjer i landi, og hvernig
hjer mundi vera undir róið úr tveim áttum. Af sama toga
munu þær misdeildir hafa spunnizt. Meðan Mílan konungur
var á ferð sinni til Austurríkis og þýzkalands, fóru nýjar
kosningar fram í Serbíu (39. sept.), og beið stjórnin þar fullan
ósigur, þó hún (konungur), samkvæmt ríkislögunum, rjeði kosn-
ingum 42 fulltrúa. Fyrir ráðaneytinu stóð sá maður, sem
Pírotsjanaz heitir, af framhaldsliði og þeim flokki, sem vildi
hneigjast til fylgis við Austurríki. * Af 170 þingmönnum voru
nú 90 í mótstöðuflokki stjórnarinnar1). þegar þingið gekk til
starfa (27. sept.), ætlaði allt af göflum að ganga. I meira
hlutanum kenndi margra grasa, og að sögnum voru þar bænda-
vinir, sósialistar, þjóðveldissinnar, Rússavinir og þeir menn,
sem vildu koma landinu undan Mílan konungi (Obrenóviz
J) Vjer verðum að biðja menn að afsaka, að það skyldi vera eptir röngu
hermt, sem greint var um þingið í fyrra. þetta er haft eptir þýzku
riti, en vjer höfum lika nú fyrir oss danskt blað, sem segir að full-
trúatalan sje 173; ætlum þó, að það sje rjett, sem i ritinu stendur.