Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 124
126
SERBÍA.
ættinni), en Karageorgewiz, (syni Alexanders fursta, sem var
rekinn úr landi 1868) til valda. Aðalforingi flokksins var enn
Ristiz, sem áður hefir veitt stjórn Serba forstöðu, mikill vin
Rússa og alslafasambandsins, en vel að sjer óg nýtur maður í
alla staði. I þetta skipti virðist, sem hann hafi ekki ráðið
við lið sitt. Nú var upp borið frumvarp til nýrra rikislaga,
og þar farið fram á, að gera fólkið nær því allsvaldandi, en
konunginn vilja þess og boðum háðan og undirgefinn, sem
það birti þau i ályktum þingsins. Allt lenti í háreysti og
svæsnum deilum, og opt lá við fyrstu dagana, að í handalögmál
slægi. þinginu var ætlað, að samþykkja járnbrautarsamning,
sem stjórnin hafði gert við Austurríki, en bæði var, að meiri
hlutinn var honum mótfallinn, og hann hafði svo mikið mál
fyrir stafni, sem nú var greint. Konungi bárust þau tíðindi
til þýzkalands, og hjelt hann þegar á heimleið og kom til
Belgrads 1. október. Hann tók sjer þegar nýtt ráðaneyti, en
af sama flokki og áður, og ljet það knýja þingið til staðfestingar
á samningnum. En hjer var í stein að klappa, og ljet konungur
þá slíta þinginu. — Samninginn við Austurríki staðfesti svo
konungur einn og stjórn hans (23. okt.), enda var kallað, að
ríkislögin gæfu heimild til slíks, þar sem eigi varðaði útgjöld
af landsins hálfu eða hreift skyldi við gömlum rjetti og
lögum.
Eptir þingslitin tók þegar að brydda á óeirðum bæði í
Belgrad og i ymsum borgum öðrum og hjeruðum. Ráðherrarnir
voru harðir í horn að taka, og nú var takmarkað prentfrelsi
og fundafrelsi, og um sama leyti var þeim mönnum, sem til
varaliðsins töldust, boðið að selja vopnin af höndum. þessu
fylgdu nú verri tiðindi. Menn skoruðust undan að hlýða þeim
boðum stjórnarinnar, og á sumum stöðum var til vopnanna
tekið á 'móti konungsmönnum, eða því liði, sem þau skyldi
heimta. Nú var fyrir sumar borgir og hjeruð lýst yfir hervörzlu,
og skyldi hver sá dreginn fyrir skyndidóm og dræpur þegar,
sem staðinn yrði að landráðum, eða með vopnum yrði höndl-
aður. Nóttina milli 6. og 7. nóvember voru þeir oddvitar
uppreisnarinnar teknir höndum, sem í Belgrað fundust, og þeir