Skírnir - 01.01.1884, Page 125
SERBIA.
127
allir til lífláts dæmdir. f>eir einir voru þó af lífi teknir, sem
vopn höfðu borið á móti konungsliðinu. Hinum líknaði
konungur, og ljet setja þá í dýflissur. Herlið konungs
umkringdi skjótt þá uppreisnarriðla, sem höfðust við á öðrum
stöðum út um landið, og við svo harða atgöngu dró skjótt
allt afl úr uppreisninni. 30. desember boðaði konungur, að
nýjar kosningar skyldi fara fram í janúar þ. á.
Svartfjallaland (Montenegró),
Landaheimt; ferðir furstans og gipting dóttur hans.
J>að er nu loks með skilum heimt, sem soldán átti að
láta af hendi rakna við þetta land, þó eigi yrði fyr enn eptir
vopnaviðskipti með Albaníubúum og Svartfellingum og atfarir
tyrkneskra hersveita. I águstmánuði heimsótti Nikíta fursti
soldán í Miklagarði og fjékk þar virktaviðtökur. Aður enn
hann fór að heiman hafði hann gipt dóttur sína elztu, Zorku
að nafni, Pjetri Karageorgeviz, sem nefndur var i Serbíuþætti,
og fór brúðkup þeirra fram í Cettinje með mikilli dýrð og
fögnuði (11. ágúst). Furstinn bauð Mílan Serbakonungi til
veizlunnar, en hann þá ekki boðið, þvi hann mun ekki hafa
fýst til fundar við þann mann, sem flokkar fylgdu heima hjá
honum sjálfum. Mönnum ljek líka grunur á, að sá ráðahagur
hefði verið gerður eptir samkomulagi við Rússakeisara, en við
hirð hans dvaldi Nikita fursti allan hátiðartimann í Moskófu í
bezta yfirlæti. Eða með öðrum orðrum : tengdir þeirraNikítu, óska-
sonar Rússlands, og þess manns, sem þykist eiga rikistilkall í
Serbíu, skyldi vera Mílan konungi til viðvörunar, er hann og
stjórn hans tijku að draga sig eptir Austurríki, Til þessa mun
nokkuð hafa hæft verið þá, en líkast að litlu marki hafandi
yrir ókominn tima, sem nú er lcomið.