Skírnir - 01.01.1884, Side 126
128
TYRKJAVELDI.
Tyrkjaveldi.
Efniságrip: Inngangsorð. — Af fjárhag og öðru stjórnarfari. —
Gjaldsbrestur eptirlauna og mála; herróstur. — Atfarir í Albaníu. :—
Mannalát. — Frá Bolgaral andi. — Frá A us tur rú me 1 íu.
..Máni þat nje vissi, hvat hann megins átti“ — og má
nú heimfæra þetta upp á hálfa tunglið á merki Tyrkja. Soi-
dán ber nú drottinsnafnið á mörgum stöðum, þar sem vald hans
leikur laust í lopti. A Egiptalandi gerast Englendingar djarfir
um deildan verð, og ltæra sig lítið um átölurnar eða mótmælin
frá Miklagarði, í Túnis fara Frakkar því fram, sem þá lystir,
og gera soldán að öllu fornspurðan, en á Bolgaralandi hafa
Rússar haft svo tögl og hagldir, sem jarlinn ætti sinn lánar-
drottinn í Pjetursborg en ekki í Miklagarði, þó nú hafi
nokkuð annan veg skipazt (sbr. frjetta greinina frá Bolgaralandi).
þ>ó mikið sje þegar frá Tyrkjum numið, eru litlar líkur ti), að
þar nemi staðar, og menn gætu með nokkrum sanni sagt, að
stórveldin haldi áfram að skipta hreytum Tyrkjans, dánarbúi
hans í lifanda lífi.
Hjer höggur í sama far, hvað' fjekröggurnar snertir,
hvikræði og ráðleysi soldáns, og undanfærslu stjórnarinnar, að
bæta svo um lög og landstjórn, sem þráfaldlega hefir verið
heitið. Rikisskuldirnar verða þyngri og þyngri, og leigurnar
koma aldri með skilum. {>ó rikisskuldunum væri hleypt hjer-
umbil niður um helming, og stjórnin lýsti í byrjun ársins
skuldabrjef úr gildi, sem námu 200 milljónum franka, gjalda
Tyrkjar enn — eða eiga að gjalda — leigur af tveimur
milliörðum króna, en hjer bætast við ógreiddar leigur frá fyrir-
farandi árum upp á 1100 millíónir, auk 1908 millíóna, sem
peningakaupmennirnir i Galötu hafa lánað soldáni móti veði (í
skattgjáldi eða öðrum ríkistekjum '). — Hvað landstjórnarbót-
’) Tyrkjar hafa ekki enn borgað Rússum neitt af því, sem þeir áttu að
greiða i herkostnað, en það nam 7,200,000 króna.