Skírnir - 01.01.1884, Side 127
TYRKJAVELDI.
129
unum við víkur, þá mun mart úr hömlu dragast fyrir fjárhagsins
sakir, þó hitt valdi mestu, að fjöldi þeirra manna, sem æztu
embættum gegna, sjá að sjer verður þá örðugra um fjárföngin,
ef landstjórnin skyldi komast undir vandláta tilsjón. Soldán
vísaði í byrjun marzmánaðar þeim manni og aldavin sinum
úr sæti í stjórninni, sem MahmúðNedím (pasja) heitir, en hann
hafði ávallt spillt fyrir öllum laga og landstjórnarbótum. I
hans stað kom sá pasja, sem Edhem heitir, valinkunnur maður
og vel að sjer. Hann hefir verið talinn framfaravinur, og allir
bjuggust nú við betri tímum. Allt stóð þó i stað sem áður,
og að árslokum var liðið, þegar stjórnarblaðið í Miklagarði
flutti þann boðskap með lofsamlegum ummælum, að stjórninni
væri nú einráðið að taka svo til umbótaráðanna, sem hún
hefði lengi yfir búið og stórveldin hefðu farið frarn á. Hvað
hjer rætist, er bágt að vita, en þess skal getið, að soldán
hefir skipað allmörg æðri embætti mönnum frá þýzkalandi, bæði
i herstjórn og landstjórn.
það hendir eigi sjaldan, að hermennirnir verða að biða
lengi eptir málagjaldi sinu, og gerast opt af því óspektir i
þeim bæjum, þar sem hersveitirnar hafa setuvist. I fyrra vor
gengu 2000 kvenna í fylkingu saman að höll fjármálastjórn-
arinnar, og voru flestar ekkjur hermanna, sem höfðu ekki í
langan tima fengið neitt af því, sem þeim er ætlað — þó
fullrýrt sje — til eptirlauna og framfærslu. f>ær stóðu þar
kallandi og kveinandi, og ruddust loks inn í höllina. Ut
vildu þær ekki fara fyr enn þeim var ásjá heitið, svo brátt við
mætti komast, en um efndirnar er oss ekki kunnugt. Að því
oss minnir, var það líka fyrir vangreizlu sakir á málanum, að
varðsveitir af Tsjerkessaliði gerðu svo miklar óspektir, að
soldán varð að senda þær heim, eða reka þær úr herþjónustu.
Menn hafa jafnan sagt — og það með góðum sanni — að
það eina, sem færi i nokkru lagi hjá Tyrkjum, væri herinn,
sem þar væri gætt reglu og hlýðni, og því mætti telja ósög-
urnar frá her þeirra með sýnustu hnignunarmerkjum Tyrkja-
veldis. Sú saga var höfð til dæmis (i fyrra vetur) úr varð-
liði soldáns, að maður af Arabakyni stóð á verði í hallar-
9