Skírnir - 01.01.1884, Síða 128
130
TYRKJAVELDI.
garði soldáns eitt kveld, er blysin voru kveikt í ljóskerunum.
f>ar gekk þá fram hjá annar hermaður af Albanaliði og vildi
kveikja í vindli við varðblysið. þetta bannaði hinn honum, en
hann glotti aðeins, og vildi kveikja. þá stökk varðmaðurinn
að honum og ætlaði að reka hann í gegn, en Albaningurinn
bar af sjer lagið. þá þustu fleiri til af beggja flokkum og kyni,
og hjer sló í bardaga með sveitungum þeirra. Ósman pasja
(Plevnakappi), hermálaráðherrann, varð að senda eptir liði til
Peru, og þegar varðmennirnir urðu ioks skildir, höfðú særzt og
fallið af þeim 30. Abdúl Hamíð varð mjög skelkaður, þegar
hann heyrði ólætin upp til sín úr garðinum, því hann hjelt, að
hjer væri til uppreisnar tekið.
Aður enn allt komst í kring um landsafsöluna til Svart-
fellinga, hlaut soldán að senda her til Albaníu og kúga þá kyn-
flokka með vopnum, sem ekki vildu ganga í lög með þeim.
Liðið átti við þá fjallabúa í Norðuralbaníu marga og mann-
skæða bardaga, áður enn þeir ljetu undan. Kynflokkarnir
vildu í rauninni berjast til sjálfsforræðis, því þeim þótti illt að
þola nýjar álögur (fjenaðarskatt) soldáns, og það var líka
skattanna vegna, að þeir vildu ekki verða háðir Svartfellinga-
furstanum.
Mannslát. 25. maí dó í Damaskus Arab'ahetjan, Abd-
el-Kader, sem hafdi svo mikla frægð af hinni langvinnu
vörn á móti her Frakka í Alzír. Hann fæddist 1807 nálægt
þæ þeim í Alzír, sem Maskara heitir, og rakti ætt sína til
spámannsins mikla, enda kenndi faðir hans — lærður Araba-
klerkur — honum þau fræði, sem hann hafði sjálfur numið,
einkum arabiska guðvísi og sögu Araba. „Marabútar“ (helgir
og lærðir) kallast þeir menn meðal Araba. Hann lagði og
í æsku mikla stund á hermannslistir, riddaraíþrótt og vopna-
burð. 1832 höfðu landar hans i Oran kosið hann sjer til
fyrirliða á móti Frökkum, og upp frá því hjelzt svo viður-
eignin með þeim, að ymsir sigruðust, þó her Frakka bæri optar
hærra hlut. Hershöfðingjar Frakká báru Abd-el-Kader bezta
vitnisburð fyrir hreysti og herkænsku, og hjeldu á lópti mörgum
öðrum kostum hans. það var Lamoriciére, sem loks tókst að