Skírnir - 01.01.1884, Síða 129
TYRKJAVELDI.
131
sigra hann til fulls 1847, og gafst hann þá Frökkum á hönd
með því skilyrði, að sjer yrði leyft að fara til Egiptalands og
iáta þar fyrir berast. það var ekki haldið, þó heitið væri, en
Lomoricióre hafði hann með sjer til Frakklands. Hjer bjó
hann ýmist í Pau eða Amboise, unz Napóleon þriðji gaf honum
lausn 1852, og veitti honum til framfærslu 100,000 franka á
ári. þá fór hann til Damascus og hugði ekki aðeins af
öllum hefndum, en bar síðan þakkarþel til Frakka fyrir með-
ferðina, og sýndi það þá, er Drúsar rjeðu á kristna menn með
vopnum i Dumascus 1880, því drengskap hans og frammistöðu
áttu þá afar margir fjörið að launa. 1870 bauð hann bæði
Napóleoni þriðja, og síðar varnarstjórninni lið sitt móti þjóð-
verjum; það var ekki þegið, en aðeins þökkum goldið.
Frá Bolgarlandi: Rússum hefir farið sem þeim mönn-
um, sem fóstra barn upp. þeir vildu, sem von var, að Bol-
garaland — fósturbarnið, sem þeir tóku að sjer nakið og alls-
laust og fákunnandi — skyldi vera þeim hlýðið og auðsveipt,
hlíta forsjá þeirra og ráðum, mennast svo i uppfóstri Rússa-
keisara , að það yrði enum slafnesku systkinum sínum til
sóma, en fósturföðurnum til gagns og gleði. Rússar hafa
kennt Bolgörum vopnaburð, búið til foringjaskóla eða tekið
foringjaefnin heim til sin, látið þá síðan hafa þjónustu í her
keisaranS, en skipað rússneskum fyrirliðum yfir sveitir og deildir
í Bolgarahernum. þeir hafa þar að auki haft stöðuga tilsjón
með landstjórninni, og i ráðaneyti jarlsins hafa setið tveir
rússneskir hershöfðingjar, annar þeirra í forseta sessi og gegnt
innanlandsmálum, en hinn hermálunum. Hins þarf ekki að
geta, að sessunautar þeirra hinir þarlendu hafa hlotið að lúta
i lægra haldi og hlýða boði þeirra og bendingu. það var
því ekki kyn, þó menn segðu, að Rússar heíðu gert Bolgara-
land að bækistöðu sinni á Balkansskaga, en Alexander fursta,
jarl soldáns, að lýðskylduhöfðingja Rússakeisara. Svo var og í
raun og veru, að Jónín, sendiboði keisarans i Sofiu, rjeð þar
9*