Skírnir - 01.01.1884, Qupperneq 131
TYRKJAVELDI.
133
Bolgaralandi. Rússnesku ráðherrarnir höfðu þann fyrirvara, að þeir
bönnuðu að ræða önnur mál enn þau, sem nú voru talin. Að
þessu fóru þingmenn ekki, en tóku ávarp saman til jarlsins, og
skrifuðu þar allir nöfn sin undir, en í þvi var fram borið, að það
væri „einrómaðar óskir þjóðarinnar“, að stjórnarskráin yrði
leidd aptur til gildis, með þeim breytingum, sem jarlinum þætti
bezt hæfa. Avarpið íluttu þeir fyrir jarlinum 18. s. m., og sama
dag sögðu rússnesku ráðherrarnir af sjer embættunum, byrstir í
skapi og orðum við jarlinn. Daginn á eptir tók hann sjer nýtt
ráðaneyti, og setti í stað Sóbóleífs Zankoíf, sem fyr var
nefndur, til forstöðu ráðaneytisins og fyrir innanríkismálin.
Samdægurs gerði jarlinn þjóðþingið að reglulegu löggajafrþingi,
og ljet það taka til endurskoðunar stjórnlaganna. Nú byrjaði
mikið þref við stjórn Rússakeisara, sem vjer hirðurn ekki nánara
frá að greina. Keisarinn kvaddi foringja sína heim frá Bol-
garalandi, sem í reiði, og jarlinn sina menn úr her keisarans,
og um stund óttuðust sumir, að atförum mundi hótað. Loks-
ins dró þó til samkomulags, og höfuðatriði þess voru, að i þrjú
ár skyldi sá stjórna hermálum á Bolgaralandi, sem þeim semdist
um, Rússakeisara og jarli fyrir þau að setja, en frá þeim skyldi
kvaddur af jarlinum einum. Væri hann rússneskur, skyldi
hann og aðrir foringjar frá Rússlandi hlýðnast landslögunum, og
hvað heimálastjórn og útgjöld til hers snerti, skyldi hann
ábyrgjast gjörðir sínar við þingið, auk fl. Eptir hinu nýja
frumvarpi, sem lögtekið var og birt 23. desember, á löggjafar-
þingið að vera tvískipt, i öldungadeild (45) og fulltrúaþing (100).
þingið hafði iokið öllum störfum sinum 7. jan. (þ. á.), og var
því þá slitið.
Áður enn þau tíðindi urðu, sem að framan er frá sagt,
átti jarlinn ferð fyrir hendi til Aþenuborgar og Cettinje (til
Svartfeliingajarls). Leiðin lá framhjá Miklagarði, en kurteisin
bauð, að hjer skyldi við komið. En það var þetta, sem jarl-
inum þótti litið tilhlökkunarefni. þegar jarlar soldáns sóttu
hann heim i fyrri daga, urðu þeir að kveðja hann með knjefalli
og handarkossi. Alexander jarli þótti það hart aðgöngu, að
gerast að austurlenzku skriðkvikindi fyrir fótum soldáns, og þar