Skírnir - 01.01.1884, Page 132
134
TYRKJAVELDI.
kom, að sendiboði Vilhjálms keisara varð að hlutast til þessa
vandamáls. Lyktirnar urðu, að öll kurteisin varð soldáns
handar, og að jarlinn þá af honum ekki minni tignaratlot, enn
hann af jarli sínum. Hann sendi eptir honum fagurbúið skip,
sem flutti hann til Miklagarðs, tók honum með virktum og
viðhöfn, og Ijet hann gista i einni skrauthöllinni við Marmara-
hafið. Vera má, að soldán og ráðherrar hans hafi þá þegar
(í maimánuði) haft grun af, hvað í hönd fór á Bolgaralandi,
og þeim hafi þótt vel gefa, til að hylla jarlinn að sjer.
Frá Au st urrúmel í u. Hjer er enn yfir mart að sljetta,
og fjárhagurinn i mildu ólagi. Soldáni hefir ekki verið skattur
goldinn í fjögur ár, og má þá nærri fara, að óreiða muni á
fleiru. Rússar hafa reynt til að komast hjer á líka ráðastöð og
á Bolgaralandi, en þegar konsúll þeirra tók að gera sjer dælt
við jarlinn, Alekó pasja, var þvi einbeittlega aptur visað.
Fyrir þá sök, segja menn, að Rússar mótmæli endurkosningu
Alekós til landsforráðanna, þegar að því kemur (i ár).
G r i k k I a n d.
Frá þingi. — Mannslát.
Af þingi var gengið 6.'april, og höfðu lyktir komizt á
frumvörp um nýjar járnbrautalagningar í ymsar áttir, og um
þau brautatengsli við tyrkneskar járnbrautir, að innan eigi langs
tima verður akleið fengin til Vinar og annara borga i Európu.
þingið hafði verið hávaðamikið, sem að vanda, en Tríkúpis
stóðst þó öll áhlaup, en þeir Komundúros hafa i langan tíma
ýtt hvor öðrum úr sessi og skipzt á um forstöðu stjórnarinnar.
Hinn þriðji flokksforingi á þinginu hefir Delýannis verið, og