Skírnir - 01.01.1884, Síða 133
GRIKKLAND.
135
þegar þingið tók aptur til starfa 8. nóvember, hafði hann menn
með sjer af Komundúrós liði — sem frá var fallinn — og
t
gerði Tríkúpis hörðustu atreið, þó fyrir ekki kæmi. I fyrra
vor hafði Trikúpis tekið sjer þrjá nýja skörunga til sessuneytis
í stjórninni. Einu sinni er svo bar undir, og talað var um
heraflann, að eigi mundi nægur vera, svaraði Tríkúpis, að
Grikkland gæti boðið til landvarna 100,000 hervaninna manna.
Komundúros dó 10. marz, 71 árs að aldri, og þótti
Grikkjum það meiri mannskaði, en þeir lengi hafa beðið.
Hann var ættaður, og af góðri ætt kominn, frá Móreu (Peló-
ponnesus), eða því hjeraði sem Maina heitir, en Lakónía í
fyrri daga. það er sagt um íbúa þess hjeraðs, að þeir hafi
aldri játað hlýðni við Tvrkjasoldána, og aldri goldið þeim skatt.
I frelsisstríðinu rjeðust hjeðan konur jafnt og karlmenn undir
merki landa sinna og börðust með þeim við liðsveitir Tyrkja.
Nær þvi i 30 ár hefir Kom. verið við riðinn stjórnmál Grikkja,
og verið þar jafnan fremstur i flokki, er högum þeirra veitti
áleiðis. Hann átti þátt að er Óttu konungi var visað frá
völdum, en veitt síðan optlega forstöðu ráðaneyti Georgs
konungs, og gafst það jafnan bezt, sem hann rjeði og fram
fylgdi. Honum var líka helzt að þakka sá landauki, sem
Grikkir fengu 1880. Hann rak lika mjög á eptir, að leiðar-
skurðurinn yrði grafinn um Korinþueiðið, sem nú er vel áleiðis
kominn. Tríkúpis hjelt fagra og lofrika minningarræðu á
þinginu, en útförin var hin veglegasta.
Danmörk
Efniságrip: Inngangsgrein. — þingsaga. — í lokkafundir — Ný-tt
fjelag i Kaupmannahöfn; flokkamót i liði vinstrimanna. — «Kirkjuráð».
Ferðir konungs og krónprinsins; heimsóknir tiginna höfðingja frá útlöndum.
— Sýning í Álaborg. — Fundamót og hátiðasamkomur. — TJppskera;