Skírnir - 01.01.1884, Side 138
140
DANMÖRK.
frá Kaupmannahöfn. Hjá hávaðanum fór ekki, og lengi framan
af heyrðist ekki mannsmál, en ekki laust við hrindingar og
átök. Nú kom í hrífu fundur af fundi, og svo gekk fram á
haust, og urðu þeir Matzen prófessor, Lars Dinesen og N.
Andersen að hafa á spöðunum fyrir hönd hægrimanna. Hinir
tveir siðarnefndu eru liðhleypingar úr flokki vinstrimanna.
Minnast skal á fundi hvorratveggju í Jyderup á Sjáíandi 9.
september. Hægri menn hjeldu sinn fund i skógi greifa
nokkurs, en hinir spölkorn frá skóginum. Eptir ræðufundina
gengu hvorutveggju til samsætis eða skytnings, hægri menn í
tjöldum á jaðri skógarins, en hinir i gestahöll inni i bænum.
Vinstrimenn voru hjerumbil 5000 að tölu, en þegar þeir gengu
fram hjá skóginum æptu fyrst margir inn til tjaldanna og kvöddu
hægrimenn með litlum virktum, en siðan rjezt allmikill flokkur
inn í skóginn og að tjaldaflötinni. Hægrimenn höfðu enn
haft varðlið með sjer frá Kaupmannahöfn, og er löggæzlumönn-
unum þótti sem hinir færu ekki friðlega, gengu þeir á móti
flokkinum og báðu menn snúa við og halda leið sína. þessu
var svarað með grjóti og flöskum, en þá tóku löggæzlumenn-
irnir til stafa sinna, og sló þar í allharða barsmiði, því hinir
höfðu bæði stafi og lurka í höndum. Hjer fengu margir eigi
litlar ákomur, og meðal þeirra þrir af löggæzluþjónunum. Blöð
vinstrimanna sögðu, að varðliðið hefði verið kvatt til fundanna
til að ýfa og storka, og hjer hefði því verið hleypt fram að
óþörfu, enda varð þetta að miklu ámælaefni gegn stjórninni á
öndverðu þingi, þegar talað var um frammistöðu hennar í
ymsum málum.
Hvorutveggju, iiægrimenn og vinstri, halda liði sínu í
fjelögum, sem ymsum nöfnum heita, en til hinna siðari verður
að telja nýtt fjelag í Kaupmannahöfn, sem heitir „Kosninga-
fjelag frelsismanna11 (Den Liberale Vailgerforeuing), sem stofnað
var skömmu fyrir jól. I því eru menn frá báðum höfuð-
flokkunum, en, sem nærri má geta, þeir einir úr hægrimanna
tölu, sem aptast standa, en krefjast, að Estrup og hans ráðu-
nautar selji stjórntaumana öðrum i hendur. Fjelagið heldur
út vikublaði, sem nefnist ,. Den Uafhœngige“, og á það nafn að