Skírnir - 01.01.1884, Side 139
DANMÖRK.
141
tákna einskonar meðalstefnu milli höfuðflokkanna. Hvað öðrum
fjelögum i höfuðorginni við víkur, þá má geta þess, að
hófsflokkurinn af þeim iðnaðar- og verknaðarmönnum, sem
kallast sósialdemókratar, eða jafnaðar- og lýðveldisvinir, ætla
að leggjast á eitt með vinstrimönnum við kosningarnar (í
Kaupmannahöfn), sem nú fara i hönd. þó ætla megi, að allir
frelsismenn haldist vel i hendur við kosningarnar, þá hefir það
i gerzt, sem getur valdið nokkurri flokkagreining i liði vinstri-
manna framvegis bæði á þinginu og i blöðunum. Lesendum
„Skírnis“ mun kunnugt, að hjer stóðu saman í fylkingu
Grundtvígssinnar, trúandi jafnt á kenningar Grundtvígs í
andlegum og veraldlegum efnum, og hinir, sem gera ljetthald
úr allri trú, um leið og þeir vilja dreifa trúarþokunni af dönsku
fólki og koma því til að lita út úr þjóðerniskuðunginum á
móti hugsjónabirtu framfaraþjóðanna á Suðurlöndum álfu
vorrar. Eða i einu orði að kveðið, það var Brandesarliðið,
sem komið var undir merki Bergs og vinstrimanna í forvígi
blaðanna fyrir frelsi og framförum, en einn á þinginu sjálfu,
Edvard Brandes, doktor, sem sat við ritstjórn Morgunblaðsins,
með þeim Berg og Hörup. þau umskipti hafa nú orðið, að
þeir Brandes og Hörup eru komnir úr ritstjórninni, en Böjsen
í þeirra stað. Sem nú er komið, hafa þeir gerzt fylgiliðar
Bergs, sem höfðu forustu i enum gamla meðalflokki, en flestir
þeirra í tölu Grundtvígssinna, og þjóðræknir á þá vísu eins og
Berg sjálfur. |>ví er spáð, að þeir Hörup og Brandes muni
draga þá saman i sinn fylgisflokk, sem harðstæltastir reynast í
fólksdeildinni.
það er ein af heitgreinum („Löjteparagraph“) grundvallar-
laganna, að á málefni kirkjunnar skuli skipan komið með
(sjerstökum) lögum. Eiiru sinni var kvatt til kirkjuþings, og
skyldi þá heitið efnt, en álitin deildust svo um sjálfsforræði
kirkjunnar og fl., að bezt þótti hlýða að fresta málinu. Kirkju-
málaráðherrann, Scavenius, gerði í haust þá aflausn í því máli,
að hann afrekaði konungsúrskurð (dags. 8. okt.) til „kirkjuráðs'þ
en i því skyldu sitja biskuparnir sjö í Danmörk, og með þeim
tveir prófessórar háskólans, annar úr guðfræðinga, en hinn úr