Skírnir - 01.01.1884, Page 141
DANMÖRK.
143
Fyrir miðjan október voru hinir síðustu á heimleið eða
heim komnir, t. d. Rússakeisari og prinsinn af Wales. Orð
var haft á, að Rússakeisari væri mjög varðmönnum um horfinn,
rússneskum og dönskum, meðan hann gisti hjá tengdaföður
sínum, og þá ekki sizt, er hann vitjaði Kaupmannahafnar.
Hins þarf ekki að geta, hver hátiðarfögnuður Hafnarfólkinu
var að því, að horfa á akstur keisarans og konunganna að
strætum borgarinnar, en fjöldi manna fóru dagsdaglega út að
Fredensborg að hafa einhvern sjónarsvip af tignarfólkinu.
Landbúnaðar og fjenaðarsýningin í Alaborg byrjaði 26.
júní, sú 15. sem haldin hefir verið. Hjer gaf það allt að lita,
sem í fremsta lagi stendur undir auði Dana, en þar að auki
öll þau áhöld, verkfæri og vjelar, sem hafðar eru á engjum og
ökrum til allra verka, til hirðingar og meðferðar á heyi og
korni, á hestum og íjenaði, allkonar veiðarfæri, áhöld til bý-
flugnaræktar, sýnismuni af allslconar afurðum og landsnytjum,
fiskitegundum, og fleira. Sýningin þótti hin , merkilegasta í
alla staði, og sýna, að Danir hafa fundið mart sjálfir, eða
tekið það eptir öðrum þjóðum, sem nýtast þykir.
Af fundum sem haldnir hafa verið í Kaupmannahöfn, eða
hátíðasamkomum þykir oss nóg fárra einna að geta. I byrjun
júlímánaðar áttu myndlistamenn, myndasmiðir og pentlistameist-
arar norðurlanda, fundamót með sjer í Kaupmannahöfn, en
þar voru þá listaverk þeirra komin til sýningar í enni nýju
myndahöll borgarinnar, og höfðu yms þeirra verið sýnd í París
og annarstaðar erlendis, og áunnið höíundunum hæstu verðlaun.
— 21. ágúst byrjuðu fundamót fornfræðinga frá öllum löndum
um rannsóknir fornsögu og fornmenja vesturheims, um frum-
byggja þeirrar álfu og frumferla þangað frá Norðurlöndum, og
svo frv. Worsaae var foreti fundarins,' og i umræðunum tók
þátt landi vor Gísli Brynjúlfsson, háskólakennarinn. Hann
talaði um Norðursetu og nyrztu slóðir, sem fonmenn hefðu á
komizt, og taldi þær likur fram, sem benda þættu á, að þeir
hefðu komizt, eða þá hefði borið upp í norðurskautshafið.
Líkurnar dró hann af brjefi, sem hann las upp fyrir
fundarmönnum, og skrifað hafði grænlenzkur, prestur á 13.