Skírnir - 01.01.1884, Qupperneq 142
144
DANMÖRK.
öld, (1271) Halldór að nafni, til annars prests, sem Arnaldr hjet,
og þá var hirðprestur Magnúss Hákonarsonar, en hafði verið áður
prestur á Grænlandi. Háskóiakennarinn Löffler talaði um Vínland,
og leiddi rök til, að sú landtökustöð norðurlandabúa hlyti að
hafa verið sunnar enn Markland og Helluland (Skotland nýja
og Labrador), og likast til i Virginiu. Alika og menn hefðu hingað
til villzt á fornleifum þar vestra og viljað gera það norrænt, sem
ekki var, eins mundi reynast framvegis, að þar mundi vart
neitt fmnast, enda mundi það vera hurgarburður einn, er menn
hefðu talað um bólfestu að staðaidri eða nýlendustöð Norður-
landabúa á Vinlandi. Aðkomumenn ljetu hið bezta yfir við-
tökunum í Danmörk, enda var ekkert sparað að gæra þær
fagnaðarfullar og glæsilegar. — 8. september var afmælisdagur
Grundtvígs heitins, og þá voru 100 ár Iiðin frá fæðingu hans.
þann dag tókust hátíðarfundir í Kaupmannnhöfn og víðar um
land í hans fæðingarminningu. þvi verður eltki neitað, að hjer
var manns að minnast, manns með sjaldgæfu atgerfi andans,
skyggnleik og andargipt, hetju þjóðrækninnar, fræðara þjóðar
sinnar, sem hún skildi öðrum betur, sem gagntók hjörtun,
hvort sem hann talaði um trúarefnin, eða um áhugamál ættjarð-
ar sinnar. Vjer skulum ekki minnast á ágreining hans og
guðfræðinganna, en það verður ekki af honum dregið, að
endurvöknun trúarlifsins hjá allri alþýðu og mörgum prestanna
var honum helzt að þakka. f>að var hann, sem allra manna
mest átti þátt að stofnun bændaháskólanna, og þó að þeim
væri lengi mart fundið, þá eru þeir nú ómissandi fræðistöð
ungra manna af bænda og alþýðustjett, og til þeirra liafa
margir af þeim sótt menntun, frelsis- og föðurlandsást, sem
standa nú í forvigi fyrir frjálslegum stjórnarháttum og eflingu
alls frelsis i Danmörk. Við þetta var allt komið i minningar-
ræðunum þá þrjá daga, sem hátíðin stóð í Kaupmannahöfn,
um leið og hver fundstöðin ómaði af söngum og sálmum
Grundtvígs. Margar þúsundir komu frá hjeruðunum til hátíðar-
haldsins i höfuðborginni. Fyrsta daginn var sá kross afhjúp-
aður, sem reistur er á þakhvolfi „marmarakirkjunnar11 (sbr.
„Skírni“ 1881, 130. bls.), enda mun svo hugað, að prestur af