Skírnir - 01.01.1884, Síða 149
DANMÖRK.
151
veiðimanninn“, og eru þau myndasmíði öll hin frægilegustu;
enn fremur: „Davið“ (fyrir utan dyrnar á Frúarkirkju), „H.
Chr. Örsted“ (með nornunum á stalla myndarinnar), „Engla
dauða og upprisu11, „Krist á krossinum11, auk margra fleiri. —
17. ágúst dó Luðvig Henrik Ferdinand Oppermann,
prófessor og kennari við háskólann í þýzku og þýzkum bók-
menntum 66 ára að aldri. Hann hafði gengið undir mál-
fræðingapróf (1843) og varð yfirkennari 1846 við latínuskólann
í Arósi. Hann hafði ritað latneska málfræði um það bil, er
Madvigs málfr. kom á prent. Hann var vel að sjer í stærða
eða mælingafræði, og annars hinn fjölhæfasti maður. Hann
stundaði þá fræði, sem lýtur að skógarækt og meðferð á
skógum. Eptir það gerðist hann jarðmælingamaður og hafði
siðar umboð af stjórninni að sjá um skógamat. Hanu var í
mörg ár þingmaður í fólksdeildinni, eða jafnan frá 1849 til
1861. Jmsvar var hann kosinn til að endurskoða reikninga
rikisins.
H o r e g u r.
Efniságrip. Inngangsorð. — Upptök og saga ágreiningsins um
þinggöngu ráðherranna. — Deilan með þingi og stjórn; rikislögsókn i
gegn ráðherrunum; dómslyktir. — Fjárhagslög; rikisskuldir. — Ný rit.
Aðaltiðindin frá Noregi eru lögsókn þingsins („óðals-
þingsins11) gegn ráðaneyti konungs, eða Selmer, stjórnarforset-
anum og hans sessunautum. „Skírnir“ hjet lesendum sínum i
fyrra, að færa þeim málalokin í næsta sinn, og þvi má hann
ekki nema staðar við áramótin, úr því dómurinn var eigi fyr
upp kveðinn enn í febrúar og marzmánuði þ. á. Oss þykir
hlýða, að rifja upp fyrir löndum vorum upptök þessarar deilu,
greina frá eðli málsins og vöxtum, og það því heldur, sem það er