Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 154
156
NOREGUft.
hendur selt. Umboðið er vandamikið, en mjer vonum, að það
efli og örfi orku vora til starfanna, er vjer látum oss hugfast,
að vjer vinnum i ættjarðar vorrar þarfir, og fyrir bróðerni
þjóðanna á Norðurlöndum. Til þess heitum vjer á aðstoð
drottins, sem ræður forlögum, bæði konunga og þjóða. Guð
blessi konunginn, fósturjörðina og bræðraríkið !“ f>egar Sverd-
rúp kom út í dyrnar á þinghöllinni var þar mikill mannfjöldi
fyrir, sem fagnaði honum. Hann mælti þá til þess lýðs: „Jeg
veit vel, að köllin varða heiður föðurlands vors og kjör þess á
ókomnum tímum. Hvorttveggja verður þjóðin að annast og
verja. f>jóðin er vort athvarf, með henni verðum vjer að
vinna og striða, ef þörf gjörist, og með hennar fulltingi skulum
vjer sigrinum ná! lifi þjóðin!“ 1 aprilmánuði byrjuðu umræð-
urnar um ríkissóknarmálið, og eptir 14 daga (29. april) var lög-
sóknin samþykkt með 53 atkvæðum móti 82. f>ess skal þó
geta, að meiri hluti þingsins bauð áður það til miðlunar mál-
anna, að láta álykt þess frá 9. júní 1880 falla niður, og taka
upp aptur þinggöngumálið með þeim slcilyrðagreinum, sem þá
höfðu fram komið af hálfu konungs og stjórnarinnar. En því
var ekki tekið, og af því var auðsætt, að konungur vildi láta
reka að úrslitum annars máls (o: um ályktarneikvæðið). f>að er
lögþingið og hæstirjettur, sem dæmir í ríkissakmálum. í lög-
þinginu, sitja þeir, sem óðalsþingið kýs úr sinni tölu. f>eir
urðu í fyrra 28, en hæstarjettardómendur eru 9. f>eir voru
allir úr flokki meirihlutans, sem kosnir voru. Oss kemur ekki
til hugat, að herma neitt af þeim álestri og fáryrðum blaðanna
[ (hægrimanna), sem dundu yfir þingið fyrir þessa sök. Vjer
minnumst að eins á það, sem tíðteknast varð, og fram var
borið meðal svo rnargs annars i vörninni, að þeir væru hjer
settir til að dæma, sem ákæruna hefðu höfðað og málsóknina
hefðu samþykkt, eða með öðrum orðum svarnir. óvinir ráða-
neytisins, En það er þó hægt að sjá, að meirihlutamenn hefðu
orðið að athlægi, ef þeir hefðu kosið sjálfir þá menn i dóminn,
sem þeir vissu, að mundu dæma ráðherrana sýkna saka. Eða
gátu menn ætlazt til, að hinir hefðu farið öðruvísi að, ef þeir
hefðu átt sama mál að sækja? Ályktað var, að hvern (af 11)