Skírnir - 01.01.1884, Side 155
XOREGUR.
157
skyldi sjer sækja, og stjórnarforsetann fyrstan allra. 12 menn
skyldi hver þeirra mega ryðja úr dóminum. Fyrir rúms og
tíma sakir getum vjer aðeins sakargreinanna og dómsins.
Sakirnar voru þrjár. Selmer og hans ráðaneyti hafði ráðið
konungi frá að staðfesta: 1, ályktun þingsins (o: nýmælin um
þinggöngu ráðherranna) frá 17. marz 1880; 2, framlög þings-
ins (14. júní 1882) til landvarnarsveita fólksins og þess yfir-
fjelags, sem gengst fyrir kennslu i vopnaburði og fimleiksíþróttum;
3, ályktun þingsins viðvíkjandi yfirstjórn járnbrautanna, er það
vildi setja 2 menn með umboði af þess hálfu inn í tilsjónar-
nefndina, og launa hvorum með 2000 króna á ári fyrir starfann.
Að þvi er hinar tvær síðustu sakir snertir, þótti þinginu, að
stjórnin gengi i berhögg við þess fjarveitingaráð, en hún og
hennar lið færði það fram á móti, að þingið hlutaðist til um
ráðstafanir umboðstjórnarinnar i nafni konungsins um lög-
heimildir fram. Auðvitað var, að lyktirnar á sök Selmers yrðu
í rauninni lyktir alls málsins, og því stóð á henni svo langan
tíma, að dómur var ekki upp kveðinn fyr enn 27. febrúar þ. á.
Selmer var dæmdur trá embætti, og til útsvars hjerumbil 20,000
króna í málskostnað. þ>eir 7, sem áttu fyrir sömu sakir að
svara, voru og dæmdir frá embætti — Kærulf, Vogt, Holmbo,
Hellesen, Jensen, Munthe og Bache — og í 8000 króna bætur
og i málskostnað 200 kr., en hinir þrir (Johansen, Schweigaard
og Hertzberg), sem voru eigi við hina fyrstu sök riðnir, eða
höfðu eigi (Johansen) verið hinum samþykkir, skyldu að eins
greiða bæturnar og málskostnaðinn. — Undirtektir konngs og
fleira, sem fylgdi þessum málalokum, ætlum vjer næsta „Skirni“
að segja.
Eptir áætlan skyldu útgjöldin nema 42,350,000 króna, en
tekjurnar taldar til 41,880,000. Júngið hleypti útgjöldunum
niður um 1,400,000 kr. — Rikisskuldir voru við útgöngu ársins
1882 108,332,000 króna. eða næstum 3 millíónum minni enr.
við árslok 1881.
Vjer nefnum fáein af ritum norrænna skálda, t. d. leik-
ritin eptir Björnstjerne Bjönsson: „En Handske“ og „Over
Evneu. Um hið siðarnefnda hafa álit manna deilzt mjög, sem