Skírnir - 01.01.1884, Qupperneq 157
159
Svíþjód.
Efniságrip: J>ingsaga og ráðherraskipti. — Nýtt verkmannafjelag. —
Fjármegunarástand. — Fundur í Gautaborg. — Grændlandsferð Nordenskiölds.
— þýðing Eglu. — Mannslát.
Að venju gengu Svíar á þing þann 16. janúar, og hafði
konungur þegar boðað í þingsetningarræðunni, að engin mikil-
væg ný frumvörp til laga mundu lögð til umræðu á þinginu,
því menn ættu eptir, að ráða þeim málum til lykta, sem í svo
langan tíma hefðu verið verkefni lögjafarvaldsins, og væru
ríkinu svo mikils varðandi, Hann nefndi nýmælin um endur-
skiþun hersins og breyting hinna gömlu skattlaga. Viðureignin
um þessi mál varð enn bæði stríð og löng í báðum deildum,
og með því að þeim var enn vísað aptur í báðum, þá þykir
oss ekki þörf á að greina nánara af nýmælunum eða af horfi
og viðskiptum þingflokkanna. Skörungar ,,Landmannafjelagsins“
urðu enn Posse greifa, stjórnarforsetanum, eins óleiðitamir og í
mörg ár á undan, þó hann í öndverðu ætlaði sjer að ráða
%
mörgum meginmálum til lykta fyrir þeirra fulltingi. Málalokin
drógu til þess, að Posse greifi skilaði af sjer embætti, en sá
maður kom í stað hans til forstöðu ráðaneytisins, sem Thyselius
heitir, fyrrum ráðherra og valinkunnur maður. Hinir ráðherrarn-
ir höfðu reyndar beizt .lausnar ásamt Arvid Posse, en tóku
aptur bænarbrjefin og hjeldu sætum sinum. Einn þeirra gekk
síðar úr ráðaneytinu (i byrj. október). það var Hederstjerna,
ráðh. innanríkismálanna, en við þeim tók stjórnarforsetinn
sjálfur. Vjer getum eins nýnæmilegs frumvarps, sem -—■ að því
oss er kunnugt -— í fyrsta sinn hefir verið borið upp á þingi
Svía. það var, að gera Svíaríki að skjólstæðingi stórveldanna,
eða ráða þvi á griðastöð Belgíu og Svisslands. því voru
nálega allir mótfallnir, en áður uppástungan var felld, höfðu
varaforsetinn í neðri deildinni, Carl Ivarson (bóndi), og Dr.
Hedlund frá Gautaborg, tekið svo á því máli, að ráðherra