Skírnir - 01.01.1884, Page 158
160
SVÍÞJÓÐ.
utanrikismálanna, iíochschild friherra, hlaut að lýsa yfir því, að
stjórninni væri ekkert fremur einráðið, enn að firrast alla til-
hlutun til ófriðarmála annara ríkja, en að eins taka til vopna
fyrir frelsi og sjálfsforræði Svíþjóðar. Um leið bað hann menn
að trúa sjer til, að allar kvissögur þýzkra blaða um, að Svíaríki
hefði bundizt i um að ganga í friðarsambandið á meginlandi
Evrópu — um leyndarsamband Svíakonungs við aðra höfðingja
ekki að tala — væru allar úr lausu loptir hrifnar.
Eins og mörgum mun kunnugt, er brennivínssala í Svíþjóð
á einokunar vísu i höndum hlutbrjefafjelaga. Sölumenn og
veitingamenn greiða svo tiltekið afgjald af sölunni, og það sem
verður um fram kostnað og ágóða fjelaganna gengur til
sveitarframlaga og borgarútsvars (til ymsra þarfa, fátækra og
svo frv.). A móti þvi fyrirkomulagi hefir nú risið auðugur og
fyrirhyggjumikill maður í Stokkhólmi, Smith að nafni ‘). Hann —
og fleiri síðan — hefir leiðt mönnum fyrir sjónir agnhnúana á
því fyrirkomulagi. Verlcnaðarmennirnir drekka mest af þeim
föngum og kaupa mest, þó dýr sje. f>ví meira sem er selt og
drukkið, því meira hrýtur af til borga og sveita. Illa aflað
fje, kallar Smith, og kemur þá fyrst einhverjum að haldi, er
brennivínið hefir bakað mörgum böl og tjón með margvíslegu
móti. Enn fremur bendir hann á, að þeir sem hafi (óbeinlínis)
mestan hag af því fyrirkomulagi, sje auðugir og efnaðir menn,
þvi útsvarsálögurnar verði þeim þvi ljettari, sem meira drýpur
af brennivínssölunni. Smith vill, að einokunin hverfi, en hverjum
sem vill leita gróða af brennvínsgerð, skuli hún heimil móti
5000 króna gjaldi til hjeraðsins eða „ljensins11, og tekur til
hvernig þess fjár skuli neytt2). þeim kenningum hans var
mesti gaumur gefinn, og hinum ekki síður, að verknaðar og
iðnaðarmönnum bæri að sjá sjálfir fyrir högum sínum, bindast
') Hann hefir reyndar rakað auði sínuni saraan sjálfur á brennivínsgerð,
en bæði haft það hreinna og betra og selt það við lægra verði.
2) Að greina það nánara kemur til lítils, nema fyrir þeim, sem þekkja
til sænskrar skattaskipunar og landshaga.