Skírnir - 01.01.1884, Qupperneq 160
162
SVÍÞJÓÐ.
Talið var, að af áfengum drykkjum, sem neytt var í landinu
sjálfu, kæmi 8 lítrar á mann.
Svíar, Norðmenn og Danir áttu fund með sjer i Gauta-
borg í síðara hluta maímánaðar, og ræddu þar um farmannalög
Norðurlanda. Hjeir var fram á mart farið bæði til umbóta á
lögunum og að gera þau sem líkust og mest samhljóða sín
á milli.
Af könnunarferð Nordenskiölds til Grænlands vitum vjer
ekki annað að segja, enn það sem þegar hefir staðið i blaðinu
„ísafold1* (X 28). Nordenskiöld ætlaði að leita „ Austurbyggðar“,
en sökum vegartálma komst hann ekki þar að sem hann vildi,
og kallar þvi ekki full-leitað. Hitt hafa og verið álit hans, að
dalkvosir væru að finna hið efra í jökulbreiðunni, þar sem hlý
gæfi til gróðrar, og í þá leit rjezt hann upp á jökulfiæmið í
byrjun júlí mánaðar frá Auleitsivikfirði. Hann liggur á 68° n.
br. N. hafði með sjer tvo Finna, röskva og vel skíðfæra.
|>aðan frá, er hann og fjelagar hans námu staðar (12 mílur
upp frá ströndinni), sendi hann þá til leitar, og komust þeir
30 milur upp lengra, en urðu engra nýnæma varir. Talið er,
að þeir hafi komizt yfir miðjuna á jökulbreiðunni. Nathorst
dr. og hans fjelagar, sem könnuðu norðvesturströndina, fundu
byggða menjar fornmanna frá Norðurlöndum.
í lok ársins kom á prent þýðing Eglu eptir A. U. Bááth,
skáldið sænska og vin Islands og Islendinga. það er annað
bindi sagnaþýðinganna, sem byrjuðu á Njálu.
Síðasta dag nóv. andaðist Sven Nilson, prófessor i Lundi,
961 2 árs að aldri. Hann varð kennari við háskólann í náttúru-
fræði, þegar hann hafði fimm um tvítugt, og fjekk mikið orð á
sig fyrir rit sín í þeirri fræði, og síðar fyrir rit um fornmenjar
og frumbyggjendur Norðurlanda.