Skírnir - 01.01.1884, Side 161
163
A m e r í k a.
Norðnrameríka (Bandaríkin).
Efniságrip:' J>ingssaga; lagabætur og fjárhagur. — Mormónar ógegnir.
— Af Svertingjum. — Morð og dráp. — Málmtekja. — Slys. —
Aðkomufólk frá Evrópu.
f>ess hefir margs verið getið í undanfarandi árgöngum,
sem sýnir, að, þrátt fyrir marga kosti þegnfarsins þar vestra,
verða Bandaríkin ekki undan skilin, þegar sagt er, að i öllum
löndum sje „pottur brotinn.^ f>að mundi reyndar eiga við
fleiri á vorri öld enn Ameríkumenn, ef menn breyttu alkenndum
málshætti og segðu: „frekur er hver til f]árins“, en óvíða
munu menn sjást miður fyrir enn í Bandaríkjunum, er til
fjárins skal vinna. Til sums hafa lögin sjálf gefið tilefni, eða
lagavenjan. Vjer þurfum að eins að nefna nýja skipun allra
embætta, þegar skipt var um forseta ríkisins. Hve margvisleg
freistni bæði fyrir þá, er embættum vildu halda, og hina er til
þeirra sóttu! f>etta hefir valdið miklu um vjelar og brögð við
forseta kosningarnar, og þeim hræmulegu svikum og fjeprettum,
sem embættastjettin hefir gert sig seka í, er svo margir vildu
hafa sem mest upp úr krapsinu. Hjer hefir þingið loksins
sjeð við illum leka, er það samþykkti nýmæli þess manns í
öldungadeildinni, sem Pendleton heitir '), en þau mæla svo
fyrir, að menn skuli sitja í embættum — sjerilagi öllum hinum
minni eða meðalembættunum — þó nýr forseti sje kjörinn.
f>eim nýmælum fylgdu og önnur, sem banna öllum embættis-
mönnum að þiggja fjemútur til frammistöðu eða fylgis við
kosningar, og leggja bæði við varðhald og embættismissu2).
‘) Borin upp fyrir tveim árum.
s) Eitt af ódyggðadæmum embættismanna árið sem leið er svo látandi.
Fjárhagsstjórinn í Tennessee, Polk að nafni, hafði dregið undir sig úr
11*