Skírnir - 01.01.1884, Page 163
AMERÍKA.
165
nokkuð lagt. Frá tollverndum var að vísu ekki horfið, en þeir
fylgdu málinu til framgöngu í báðum deildum, þó drjúgt skarð
yrði höggið i tolltekjurnar. Menn ætla, að þetta verði upp-
byrjun þess, að Bandaríkjamenn hneigist smám saman að toll-
frelsi á Evrópuvísu. Hitt látum vjer liggja milli hluta, er vjer
höfum lesið i einu blaði, að nú hirtu samveldismenn eigi
framar um að kúffylla fjehirzlu ríkisins, er þeir byggjust við,
að völdin mundu ganga þeim úr greipum, og hinir hefðu þá
úr svo miklu að moða. Arið sem leið fóru tekjurnar fram úr
útgjöldunum um 39 millíónir, en búist við (í áætlun forsetans
4. desember) 60 millíóna afgangi þ. á. Arthur foseti gerði
ráð fyrir, að því fje skyldi helzt varið til fiota og sjóvarna, og
í annan stað til alþýðuskóla á þeim stöðum, t. d. nýbyggða-
fylkjunum, þar erfitt veitir um þær framlögur.
„Skírnir11 gat þess í fyrra, að ný lög voru samþykkt á
móti fjölkvæni Mormóna og þeim send til „þóknanlegrar eptirjett-
ingar.“
þeim varð heldur bilt við í fyrstu, og margir — jafnvel
John Taylor forstjóri eða yfirbiskup Mormónakirkjunnar — ljetu
þegar konurnar frá sjer fara, utan þær, sem þeir unnu mest.
En er frá leið rjenaði óttinn, og Taylor, auk annara, kvaddi
konurnar aptur héim til sín, því hinir stæltustu „postulanna"
veittu honum harðar átölar fyrir það, að hann hefði beygt
hálsinn undir ok heiðingjanna. 9. október hjeldu Mormónar
missirisfund i borg sinni, og mæltu þar margir gifurlega á
móti lagaboðinu frá Washington. Sá er Shaw heitir, og hefir
verið á postulaferðum i Evrópu, komst svo að orði í einni
ræðu sinni: Hvorki himnariki nje helviti, og ekkert afl annað,
skal vinna bug á voru hinu heilaga sambandi. Oll veröldin
má risa í mót oss, og vjer skulum reka alla fjendur oss af
höndum!“ I haust sendu þeir út 81 trúarboða til Evrópu og
rikjanna þar vestra. þetta bendir ekki til, að Mormónar hafi
guggnað, eða ætli sjer að láta undan stjórninni í Washington,
og hafi lögunum ekki verið beitt, sem orðin hljóða (um þegn-
rjettarmissi og nefnd fyrir hönd stjórnarinnar í Washington til