Skírnir - 01.01.1884, Side 164
166
AMERÍKA.
að stýra fylkinu), þá verður betur á þeim að halda, eða taka
Mormónum harðara tak.
Svertingjum hefir nú vaxið svo fiskur um hrygg, að þeir
dragast í flokk sjer um stjórnmálin, og vilja vera hvorumtveggju
höfuðflokkunum óháðir. J>að voru samveldismenn, sem börðust
þeim til lausnar, og þvi'var eðlilegt, að þeir fylgdu þeimheldurenn
hinum nokkra hríð. En nú vilja þeir ekki lengur neinna dilkar
vera, enda eiga þeir í sínu liði marga dugandi menn til
forustu.
þó illt sje frásagnar, hefir árið umliðna staðfest það sem
greint var í „Skírni“ 1882 af morðum og drápum í Banda-
rikjúnum, er á þvi hafa verið framin eigi færri enn 1494.
Menn geta að rninnsta kosti sjeð, að málmauður jarðar-
innar i Ameriku hljóti að vera stórkostlegur, er málmtekjan
kom 1882 á 454 milliónir dollara. I lok júnímán. umliðið ár
var hún enn meiri að tiltölu. Kolanám kom í hitt eð fyrra á
138 mill. doll., og því samsvaraði það er úr jörðu var tekið i
fyrra helningi ársins sem leið.
þó slysasögur eigi heldur heima í blöðum, enn yfirlitsritum,
má tveggja slikra atburða geta. 9. janúar brann mikil gestahöll
í Milwaukee, höfuðborginni í Visconsin, en þar gistu þá 400
manna, en þjónustufólkið 100 að tölu. Fjöldi manna — vjer
vitum ekki töluna — brann hjer inni, og margir biðu líftjón,
sem freistuðu að stökkva út um glugga frá efstu pöílum
hallarinnar. — Milli New-York og Brooklyn er brú (yfir Hud-
sonfljótið), sem talin er með mestu mannvirkjum í Ameríku,
og má nærri geta, að hjer muni vera stöðugt mikil umferð, þar
sem íbúatalan er í N. 1,300,000 og í B. 500,000. Einn dag
i byrjun júnimán. gerðist þyrping á brúnni, er mönnum varð
dátt við, að hattur fauk af manni niður í ána. þetta olli þröng,
og í henni leið yfir eina konu. Einn maður vildi ryðja sjer
braut inn í þröngina og koma konunni yfir brúna, en komst í
handalögmál við annan mann, er fyrir stóð. Við þetta þustu
enn fleiri til, og nú heyrðust þau köll, að brúin væri að hrynja.
I þeim felmti og ósköpum, er nú urðu, tróðust 37 menn til
bana, en sumir stukku niður í fljótið. Menn sögðu, að það