Skírnir - 01.01.1884, Page 165
AMERÍKA.
167
hefðu verið bófar sem æptu og vildu komast í vasa manna i
þrönginni.
Frá 1. júlí 1882 og til 30. júní umliðið ár komu frá Evrópu
599,114 manna, en árið á undan 788,992. Hjerumbil */s
vesturferla frá þýzkalandi. Ibúatala Bandaríkjanna er nú eitt-
hvað um 56 millíónir.
M e x í k ó.
í norðurhluta ríkisins risu Indiamenn upp til rána og
óspekta í byrjun ársins, eða fyr. þeir biðu allmikinn ósigur
fyrir stjórnarliðinu i janúar, en hófu uppreisn síðar, og varð
hún eigi til fulls bæld niður fyrr enn seint á sumri.
Hjer hafa fundizt margar merkilegar leifar hinnar eldri og
fornu þjóðmenningar, sem átti hjer heima mörgum öldum fyr
enn Spánverjar fundu landið. í fyrra fóru sögur af nýjum
fundi í Sonora, sem mikið þótti til koma. það var strýtuturn
— í líkingu við hina egipzku —, sem var 750 feta á hæð,
undirstaðan 4350, en skrúfgengin akbraut lá að neðan og upp
að kolli. Talað var og um fjall í grenndinni með mörgum
klefum, sem höggnir voru inn í bergið, en þar myndaletur og
mannamyndir á veggjum. — Sumir fræðimenn hafa getið til
um skyldleik með hinum eldri Mexíkóbyggjum og Egiptum
(hinum fornu).
H a y t i.
Svo nefnist það Svertingjaþjóðveldi, sem er á samnefndri
ey (meðal vestureyja), en hún heitir lika St. Domingó, og það