Skírnir - 01.01.1884, Síða 166
168
HAYTI.
nafn ber hitt þjóðveldið, sem þar er. í fyrra þjóðveldinu er
mestur hluti manna svertingjar, en í hinu kynblendingar og
hvitir menn. Höfuðborg Hayti er Port-au-Prince. Hjer gerðist
uppreisnin gegn forsetanum, Salomon að nafni, og kölluðust
þeir frelsismenn, sem henni rjeðu. Forsetanum tókst að visu
að bæla niður þann ófrið i borginni, en þeim fylgdi annar
verri, er lið hans sjálfs gerðist svo óstýrilátt, að það veitti at-
göngu til rána, og hleypti eldi i borgina á mörgum stöðum.
Herinn og skrillinn veittist helzt að húsum og búðum ríkra
kaupmanna frá Evrópu og öðrum löndum. f>essu fór fram
nokkra daga, útlenda fólkið forðaði sjer út á skip, sem lágu
á höfninni, en aðalbjörgin kom þá, er enskt herskip renndi inn
á höfnina, en foringi þess sendi hermannasveit upp i bæinn, og
hótaði forsetanum að láta kúlum rigna yfir höll hans og
borgina, ef hann hefði eigi hept að kveldi allan usla og róstur.
það hreif, en þá voru 800 húsa borgarinnar lögð i eyði.
Chíle, Perú og Bolivía.
Fyrrum háðu menn 7 ára — já 30 ára — strið. Nú lúka
menn sjer af á skemmri tima. Viðureignin með Chile og
Perú hefir þó teygzt að 6. ári, en Bolivingar duttu þegar úr
sögunni eptir ófrægilega frammistöðu 1882 (í marz), og
hlutu að afsala sjer til Chileverja Atacama, þeim hluta lands-
ins, sem lá til hafs út. |>að mega þó Perúmenn eiga, að
þeir hafa barizt til þrautar. Höfuðborg þeirra, og hafnarbær
hennar, Callaó, var þegar á valdi Chíleverja 1881, og Perú-
mönnum hefði þá verið hagfelldara að gefa upp vörnina og
taka friðarkostum, þó harðir væru, því fyrir þeim átti ekki úr
steini að hefja. |>ar að auki óeirðir og flokkadrættir innanríkis,
og ymsir deildu um völdin, sem minnzt hefir verið á í undan-
farandi árgöngum. Seinast voru það tveir menn, sem mestu
rjeðu, Iglesias hershöfðingi, og aðmiráliinn Monteró. Hann