Skírnir - 01.01.1884, Síða 169
EGIPTALAND.
171
var þeim ekki að eins samdóma, en gerði það hneyxli sem
mest í þeirra augum, er rjetttrúaðir menn skyldu gerast svo
háðir kristnum mönnum, að þeir misbyðu trúbræðrum sínum að.
þeirra boðum og undirlagi. Hann lagði þvi bæði Tyrkja og
Egipta að jöfnu við Englendinga og aðra óvini rjettrar trúar,
og kallaðl þá optast Tyrkja — alla einu nafni. f>egar kyn-
flokkahöfðingjar og þrælasalar tóku að dragast að honum, fóru
umboðsmenn Egipta að forvitnast um, hvað hann hefði fyrir
stafni. Hann bjó á eyju einni i Nilá, og þangað sendi (1881)
landstjórninn í Khartum vopnaða sveit manna. En þeir hittu þar
fyrir drjúgan flokk á verði, og ljet Mahdíinn veita þeim þær
viðtökur, að þeir hurfu sem skjótast aptur. Eptir það fór hann
burt af eyju sinni, dró lið að sjer og tók að sækja þá staði,
sem hersveitir Egipta voru fyrir til landgæzlu. Hann hafði
sigur i flestum bardögum, og þar kom, að hann vann þá borg
í fyrra, sem E1 Obeid heitir, og tók sjer þar aðsetur. f>ar er
höll mikil og skrautleg, og i henni búa konur hans, en sjálfur
situr hann jafnast og sefur í stráþöktum skála niðri i hallar-
garðinum. Hann er sparneytinn og bannar harðlega mönnum
sinum allt óhóf og neyzlu áfengra drykkja. Hann er um allt hinn
vandlátasti og hegnir harðlega fyrir öll afbrot og óhlýðni.
Egiptajarl og ráðherrar hans sáu nú, að svo búið mátti ekki
hlýða. Liðskostur Egipta þar syðra var ekki Htill, eða nær
því 30,000 manna, en sat dreift á varðstöðvum, og margra
afarlangt á milli. Jarlinn setti þann mann til forustu fyrir
öllum hernum, sem hjet Hicks pasja. Hann var enskur, og
hafði verið yfirliði i her Englendinga í Bombay. I fylgisveit
hans rjeðust margir enksir fyrirliðar. Hann dró að sjer sveit-
irnar þar syðra, en hafði nokkrar haft frá Egiptalandi (í febr.).
Hjer var um langa leið tíðinda að spyrja, enda barst það
stundum af viðureignum hans við uppreisnarliðið, sem síðar
ósatt reyndist. Samt mun hann hafá sigrazt á mörgum lausa-
flokkum. I haust hafði hann um sig allmikinn her, og af
honum valdi hann til 10,000 manna, og lagði af stað suður á
Kordófan til heimsóknar við Mahdiinn sjálfan. Hann átti hjer
yfir eyðisanda að sækja, og var lið hans dasað er yfir þá komr